Orlof í banka Hingað til hefur orlof í banka verið meðhöndlað þannig í Payday að staðgreiðslan af orlofinu er dregin frá útborguðum launum í stað þess að draga hana frá orlofs upphæðinni sem greidd er inn á banka. Nú er mögulegt að setja upp reglu fyrir hvor leiðin er farin. Sjálfgefið er valið að staðgreiðslan sé dregin frá orlofs upphæðinni þar sem sú leið er algengari. Hægt er að breyta hvaða...
Uppfærsla: Júlí 2022
Lykiltölur í rekstraryfirliti á mælaborði Nýjar lykiltölur úr rekstrinum eru nú aðgengilegar í rekstraryfirliti á mælaborði. Hagnaðarhlutfall segir til um hlutfall hagnaðar af rekstrartekjum (Hagnaður/Tekjur). Tekjur per starfsmann er heildarvelta á hvern starfsmann (Tekjur/Starfsmannafjöldi að meðaltali yfir tímabilið). Veltufjárhlutfall sýnir hæfi fyrirtækis til að inna af hendi...
Uppfærsla: Júní 2022
Virðisaukaskattur og skil Hingað til hafa vsk skýrslur eingöngu verið sendar sjálfvirkt. Bætt hefur verið við möguleika til að senda inn skýrslur handvirkt. Sömuleiðis er nú hægt að senda inn leiðréttingu á vsk skýrslu sem áður hefur verið send inn. Ef skýrslan er skoðuð er núna aðgerð í boði undir “Aðgerðir”. Þá kemur upp gluggi sem sýnir breytingarnar sem hafa verið gerðar og þú getur svo sent...
Uppfærsla: Mars 2022
Afstemming Nú er stungið sjálfkrafa upp á pörun fyrir: Greiðslu á staðgreiðslu og tryggingagjaldi Greiðslum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga Greiðslum á útborguðum launum Greiðslu á VSK Það eina sem þú þarft að gera er að athuga hvort þetta sé ekki allt í lagi og staðfesta pörunina. Laun Með einföldum hætti er nú hægt að hlaða inn tímaskráningum beint inn í launakeyrslu. Nánari upplýsingar...
Uppfærsla: Janúar 2022
Launakerfi Mun meiri sveigjanleiki er nú komin í launakerfið. Hægt er að velja um að skilagreinar (staðgreiðslu og lífeyrissjóða) séu sendar á eindaga, sendar strax, velja dagsetningu eða að skilagrein sé ekki send. Sömuleiðis hefur verið opnað fyrir að hægt sé að gera launakeyrslur aftur tímann. Hvernig greiði ég mér laun? Breyta tölvupóst fyrir reikninga Tölvupósturinn sem sendur er með...
Desember 2021 – jólauppfærsla
Opna og loka fjárhagsári Til þess að opna eða loka fjárhagsári er smellt á Stillingar → Fyrirtæki → Bókhald. Þegar fjárhagsári er lokað þá lokast á allar bókanir í færslubók á þetta ár, þar með talið reikninga, launakeyrslur, afstemmingu og dagbók. Útgjöld Ef viðhengi er tengt við útgjöld (þ.e. PDF og myndir) þá birtist það beint inni í viðmótinu. Þú getur fært músina yfir myndina til að...
Uppfærsla: Vörukerfi, móttaka rafrænna reikninga o.fl.
Vörukerfi Hefur líklega verið mest umbeðna viðbótin hjá okkur undanfarið. Með vörukerfinu getur þú stýrt vörum niður á bókhaldslykla, séð hreyfingar á vörunni og hvað þú átt á lager. Vara er valin á reikninga, tilboð og áskriftarreikninga sem einfaldar ferlið og sparar innslátt. Vörunúmer (SKU) kemur á reikninginn og er sent með inná rafræna reikninga (XML). Einföld leið til að halda utan um...
Eftirágreiddir skattar, Viðskiptavinir og Reikningar
Eftirágreiddir skattar Launagreiðendum ber að standa skil á opinberum gjöldum utan staðgreiðslu (þing- og sveitarsjóðsgjöldum) hjá launþegum sínum. Skatturinn býður uppá rafræn skil á þessum gjöldum og nú getur þú gert það í gegnum Payday. Nánari upplýsingar um eftirágreidda skatta má finna inná hjálpinni okkar. Viðskiptavinir Nú er hægt að setja sjálfgefnar stillingar á viðskiptavin fyrir...
Bankaafstemming og SalesCloud
Bankaafstemming Með bankaafstemmingunni er hægt að stemma bankareikninga af jafnóðum og hafa þá rétta. Um er að ræða fyrstu útgáfu af bankaafstemmingunni og því ekki allir möguleikar orðnir virkir. Má þar nefna að ef færsla af bankareikningi er tvíbókuð kemur það ekki sérstaklega fram, aðeins að mismunur sé á stöðu banka og kerfinu. Í þessari fyrstu útgáfu er ekki sjálfvirk pörun á færslum nema...
Shopify, bókhald, reikningar og Payday API
Samþætting við Shopify Þegar pöntun er gerð í Shopify þá skráist viðskiptavinur inn í Payday út frá netfangi eða kennitölu viðskiptavinar. Reikningur er svo stofnaður í Payday þegar pöntun er gerð í Shopify og bókaður á viðeigandi bókhaldslykil. Valmöguleiki er að senda reikning á tölvupósti þegar reikningur er stofnaður. Nánari upplýsingar um Shopify tenginguna má finna inná hjálpinni okkar...