Uppfærsla: Vörukerfi, móttaka rafrænna reikninga o.fl.

U

Vörukerfi

Hefur líklega verið mest umbeðna viðbótin hjá okkur undanfarið. Með vörukerfinu getur þú stýrt vörum niður á bókhaldslykla, séð hreyfingar á vörunni og hvað þú átt á lager. Vara er valin á reikninga, tilboð og áskriftarreikninga sem einfaldar ferlið og sparar innslátt. Vörunúmer (SKU) kemur á reikninginn og er sent með inná rafræna reikninga (XML).

Einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn!

Framundan í vörukerfinu

  • Utanumhald á kostnaðarverði og birgðaverðmæti
  • Söluskýrslur
  • Tengingar við Shopify/WooCommerce
  • Vörur í erlendri mynt
  • Innlestur á vörum úr Excel

Nánar um vörukerfið

Móttaka rafrænna reikninga

Auk þess að geta sent reikninga rafrænt í gegnum Payday er nú hægt að taka á móti þeim rafrænt sömuleiðis. Ef sá sem þú ert að versla við getur sent reikninga ræfrænt getur þú móttekið þá reikninga beint inn í Payday. Mótteknir reikningar eru lesnir sjálfkrafa inn í Payday og birtast sem útgjöld í stöðunni Drög á útgjaldarsíðunni. Rafrænir reikningar færa þér mikinn tímasparnað þar sem allar upplýsingar af reikningi birtast sjálfkrafa í þínu bókhaldi og handvinnan er úr sögunni.

Nánar um móttöku rafrænna reikninga

Innlestur á færslum úr Excel í dagbók

Þú getur lesið inn færslur úr Excel skjali inn í dagbók (Aðgerðir → Hlaða upp skrá). Til verða nýjar færslur í dagbókinni sem hægt er að breyta og bóka.

Nánar um innlestur í dagbók

Reikningar

  • Stofnaðu kröfu eftir á þó svo að eindagi er liðinn, nýr eindagi er valinn og krafan er stofnuð
  • Ef það gleymdist að velja rafrænan reikning (XML) þegar reikningur var stofnaður þá er auðvelt að senda rafræna reikninginn eftir á
  • Þegar Excel skjal fyrir reikninga er sótt þá inniheldur skjalið sér flipa þar sem reikningarnir koma í einni línu. Hinn flipinn inniheldur áfram allar línur á reikningum
https://youtube.com/watch?v=8A-qX0AfbsI%3Frel%3D0%26showinfo%3D0

Breytingar á valmynd -> Nýr flokkur (Sala)

Allar aðgerðir tengdar sölu eru nú sameinaðar undir flokknum “Sala” til að einfalda aðgengi og minnka umfang valmyndarinnar.

Bókhald

  • Þegar verið er að stofna eða breyta bókhaldslyklum getur þú valið hvort opið sé á beina bókun eða fest VSK á lykilinn
  • Allir bókhaldslyklar og RSK lyklar með VSK á sér koma nú fram á VSK sundurliðun
  • Sjálfgefnum bókhaldslykli á lánardrottni má breyta ef staðan á honum er 0 kr.
  • Fela má bakfærðar færslur í hreyfingalista og færslubók

Annað

  • Launagreiðslu er nú hægt að eyða beint innan úr launakeyrslunni sjálfri (Aðgerðir → Eyða launakeyrslu)
  • Flýtilykili bætt við (ALT+N) til að stofna nýjan t.d. nýjan reikning og viðskiptavin
  • Tölverðar úrbætur hafa verið gerðar til að auka hraðvirkni í kerfinu

Framundan

  • Bankaafstemming – útgáfa 2
  • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
  • Dagbók – útfgáfa 2
  • Launakerfi – ýmsar viðbætur sbr. laun fyrir U16
  • Meiri sveiganleiki varðandi skil á VSK og staðgreiðslu
  • Payday API – Áskriftarreikningar, tilboð, vörur o.fl.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar