Við höfum nú lokið við síðustu uppfærslu og erum ánægð að kynna fjölbreytt úrval af betrumbótum og nýjum eiginleikum sem miða að því að bæta upplifun og rekstur. Payday er í stöðugri þróun og vinnum við það í nánu sambandi við viðskiptavini okkar. Á þessu ári eru mörg spennandi verkefni í pípunum og hlökkum við til að segja ykkur meira frá þeim fljótlega.
Bóka útgjöld í erlendri mynt
Í útgjöldum er nú hægt að velja gjaldmiðil. Þetta gerir notendum kleift að bóka útgjöld eftir þeim gjaldmiðli sem greitt var með. Kerfið sækir þá sjálfkrafa gengi út frá útgáfudegi.

Margar greiðslur á útgjöldum
Ef útgjöld eru greidd í nokkrum hlutum er nú einfalt að bæta beint við greiðslum á útgjöldin. Þetta er gert með því að smella á Útgjöldin -> Greiðslur. Þar er hægt að bæta við greiðslu miðað við þá upphæð sem var greidd.

Birgðakerfi
Í nýrri uppfærslu á birgðakerfi er hægt að leiðrétta birgðaverðmæti með einum hnappi, hægt að skoða hreyfingar á vörum og skoða innkaupahreyfingu til að sjá lista yfir þær birgðahreyfingar sem eru tengdar henni.
Fylgiskjalanúmer eftir bókunarárum
Fylgiskjalanúmer í Payday hafa alltaf verið hlaupandi óháð nýju bókhaldsári. Fyrir þau sem vilja byrja nýja númeraröð á nýju ári þá stendur það nú til boða. Sú stilling er undir Stillingar -> Fyrirtæki -> Bókhald -> ”Byrja nýja númeraröð á nýju ári”. Við þá stillingu þá eru síðustu 2 tölustöfunum í ártali bókunardagsetningar bætt aftan við forskeytið fyrir fylgiskjalanúmerið (ef það er fyrir hendi). Athugið að þetta á ekki við um sölureikninga.
Tveggja þátta auðkenning
Tveggja þátta auðkenning (2FA) er lykilatriði í nútíma netöryggi og býður notendum aukna vörn gegn því að óprúttnir aðilar komist yfir aðganginn þeirra. Notast þarf við eitthvað Authenticator App eins og t.d. Google eða Microsoft Authenticator til þess að skrá sig inn. Hægt er að láta muna eftir ákveðnu tæki í 14 daga í senn. Okkur er umhugað um þitt öryggi svo við mælum eindregið með að virkja tveggja þátta auðkenningu sem fyrst.
Smáatriðin skipta máli – Ýmsar breytingar
- Nú birtast VSK upplýsingar í íslenskum krónum á reikningum í erlendri mynt
- Notandi getur nú stillt hvaða bankareikning á að nota fyrir greiðslur á kröfum
- Þær stillingar sem settar eru á hreyfingalista haldast þó farið sé úr hreyfingalistanum
- Tilvísun birtist nú í hreyfingalista þar sem við á
- Með einfaldri aðgerð er hægt að bæta við opnunarstöðum í gegnum Dagbók
- Nú er boðið upp á að skrá nýjan aðgang að Payday með Auðkennisappinu
- Fastsetja launaliði á nýjum launakeyrslum þegar ekkert magn er valið á launaliðum
- Notandi getur nú stillt hvaða bankareikning á að nota fyrir greiðslubunka launa
- Ef skjal frá banka inniheldur flokk fyrir útgjöld þá er hann valinn sjálfkrafa þegar gögn eru færð inn frá banka
Vissir þú?
- Að hægt er að sækja launalista fyrir allt árið undir Laun > Aðgerðir > Launalisti
- Að hægt er að virkja sjálfvirkar launakeyrslur undir Stillingar > Fyrirtæki > Laun
- Að hægt er að senda reikninga og kvittanir beint inn í Payday á tölvupósti
- Að hægt er að loka fjárhagsári með einfaldri aðgerð í Dagbók
- Að hægt er að hlaða upp tímaskráningu beint inn í launakeyrslu
- Að hægt er að senda hreyfingalista á tölvupósti beint úr Payday
Nýjungar á leiðinni!
- Taka út hreyfingalista fyrir alla lánardrottna/viðskiptavini eða marga lykla
- Afstemming – meiri sjálfvirkni með reglum
- Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum
- Innkaupapantanir
Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgangnum sínum.