Eftirágreiddir skattar, Viðskiptavinir og Reikningar

E

Eftirágreiddir skattar

Launagreiðendum ber að standa skil á opinberum gjöldum utan staðgreiðslu (þing- og sveitarsjóðsgjöldum) hjá launþegum sínum. Skatturinn býður uppá rafræn skil á þessum gjöldum og nú getur þú gert það í gegnum Payday.

Nánari upplýsingar um eftirágreidda skatta má finna inná hjálpinni okkar.

Viðskiptavinir

Nú er hægt að setja sjálfgefnar stillingar á viðskiptavin fyrir greiðslufrest, afslátt og athugasemdir á reikninga. Sömuleiðis hefur verið bætt við reit fyrir aukaupplýsingar og opnað fyrir að breyta heimilisfangi óháð þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá.

Reikningar

Sendir þú alltaf rafrænan reikning (XML) eða kröfu á ákveðna viðskipavini? Núna lærir Payday hvað þú velur og setur þessar stillingar sjálfkrafa á nýja reikninga.

Annað

  • Mögulegt er nú að fela bakfærðar færslur í færslubók.
  • Í afsemmingu er hægt að jafna færslur sem bókaðar hafa verið í gegnum dagbók.
  • Tengja tilvísun (reikningsnúmer o.s.fr.v.) við færslur í dagbók, útgjöldum og afstemmingu.
  • Bæta við fylgiskjölum fyrir nýja færslur undir “Annað” í afstemmingu.

Framundan

  • Móttaka á rafrænum reikningum.
  • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar