Uppfærsla: Mars 2022

U

Afstemming

Nú er stungið sjálfkrafa upp á pörun fyrir:

 • Greiðslu á staðgreiðslu og tryggingagjaldi
 • Greiðslum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga
 • Greiðslum á útborguðum launum
 • Greiðslu á VSK

Það eina sem þú þarft að gera er að athuga hvort þetta sé ekki allt í lagi og staðfesta pörunina.

Laun

 • Með einföldum hætti er nú hægt að hlaða inn tímaskráningum beint inn í launakeyrslu. Nánari upplýsingar á hjálpinni
 • Fyrir hverja launakeyrslu er nú hægt að sækja skilagreinar staðgreiðslu, lífeyris- og stéttarfélaga
 • Til að einfalda millifærslu á launum þá er hægt að sækja launaskrá fyrir launakeyrslu til að styðjast við í vinnslunni

Reikningar

 • Þegar reikningar eru kreditfærðir er hægt að velja dagsetningu sem kreditreikningurinn á að bókast á
 • Reikningar í erlendum gjaldmiðlum styðja nú upphæðir með aukastöfum
 • Vörunúmer kemur nú sjálfkrafa á Shopify og WooCommerce reikninga

Bókhald

 • Leita má eftir kennitölu lánardrottins og viðskiptavinar í útgjöldum, dagbók og afsemmingu
 • Innlestur á lánardrottnum úr Excel er aðgengilegur undir Bókhald → Lánardrottnar → Aðgerðir
 • Taka má út yfirlit yfir bókhaldslykla í Excel eða PDF
 • Hægt er að bæta viðhengjum við færslu í færslubók
 • Þegar stöðulistar eru teknir út þá má núna handslá dagsetningar

Payday API

 • Nú er hægt að vinna með vörur í gegnum API
 • Þegar reikningur er stofnaður í gegnum API þá er hægt að bæta vörum inná reikningslínu.

Payday API skjölun

Framundan

 • Meiri sveigjanleiki varðandi skil á VSK
 • Aðgangsstýringar notenda
 • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
 • Dagbók – útgáfa 2
 • Sölupantanir/afgreiðsluseðlar
 • Payday API – Áskriftarreikningar, tilboð

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar