Uppfærsla: Október 2022

U

Orlof í banka

Hingað til hefur orlof í banka verið meðhöndlað þannig í Payday að staðgreiðslan af orlofinu er dregin frá útborguðum launum í stað þess að draga hana frá orlofs upphæðinni sem greidd er inn á banka. Nú er mögulegt að setja upp reglu fyrir hvor leiðin er farin. Sjálfgefið er valið að staðgreiðslan sé dregin frá orlofs upphæðinni þar sem sú leið er algengari. Hægt er að breyta hvaða leið er farin undir Stillingar → Fyrirtæki → Laun → Orlof.

Meiri kröfur á val á lykilorði

Vanda þarf val á lykilorði fyrir Payday aðganginn þinn. Við mælum með því að velja lykilorð sem þú notar ekki á mörgum öðrum stöðum. Nú eru gerðar kröfur á að lykilorðið þitt verði að innihalda minnst: átta stafi, einn tölustaf, eitt sértákn (#$@!%&*?), einn lágstaf og einn hástaf. Þegar lykilorði er breytt er sendur tölvupóstur á netfangið þitt til staðfestingar.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.

Bæta nýjum starfsmanni sjálfkrafa inn í launakeyrslu í drögum

Það er oft þannig að þegar unnið er í launakeyrslu þá verða breytingar eins og t.d. að nýr starfsmaður bætist við eða breytingar gerðar á lífeyrissjóði o.fl. Launakeyrslur í drögum uppfærast nú sjálfkrafa með þessum upplýsingum og því er óþarfi að byrja á nýrri launakeyrslu.

Athugasemd á reikningum, tilboðum og áskriftum

Áður voru takmörk á því hversu langan texta var hægt að setja í athugasemd reitinn við reikningargerð. Breyting hefur verið gerð á útliti reikninga þannig að núna er hægt að setja inn ótakmarkaðan texta í athugasemd.

Senda hreyfingalista á tölvupósti

Boðið er nú uppá að senda hreyfingarlista á tölvupósti beint innan úr Payday. Notandinn velur Aðgerðir → Senda og skráir inn netfang (mörg netföng eru aðskilin með kommu) og smellir á “Senda”. Tölvupóstur er þá sendur þar sem hreyfingalistinn kemur í viðhengi bæði sem PDF og Excel.

Stofna greiðslubunka og launaseðla í netbanka eftir á

Það getur komið upp að ekki takist að stofna greiðslubunka eða launaseðla í netbanka. Nú er möguleiki á að stofna þá eftir á með því að velja Aðgerðir og viðkomandi aðgerð.

Aðrar breytingar og villuleiðréttingar

 • Gert hefur verið skýrara hvaða bankareikningar eru valdir í afstemmingu.
 • Ekki var hægt að kreditfæra greiddan reikning með niðurfelldri kröfu, þetta hefur nú verið lagað.
 • Tölvupóstur er sendur ef það kemur upp villa við skil á staðgreiðslu þar sem nánari útskýringar frá Skattinum koma fram.
 • Ekki voru að birtast öll viðhengi á færslum í færslubók, þetta hefur verið lagað.
 • Notandi fæ nú upp aðvörun ef reynt er að bóka færslur mörg ár fram í tímann. Þetta á við um rekninga, útgjöld, dagbók o.s.fr.v.
 • Nú er hægt að fela óvirka starfsmenn í starfsmannalista.
 • Opnað hefur verið á að eyða launakeyrslu þó svo að skilagreinar hafa verið sendar inn. Notandinn þarf þá að passa að fella niður skilagreinar handvirkt hjá Skattinum og viðkomandi sjóðum.
 • Við virðisaukaskattsskil er sendur tölvupóstur á notanda til staðfestingar á skilum. Kvittun frá Skattinum hefur nú verið bætt við sem viðhengi í þennan tölvupóst.
 • Þegar reikningar eru sóttir í Excel er núna birtur dálkur sem segir til um hvort viðkomandi reikningur sé partur af áskrift eða ekki.
 • Þegar tímabil er valið á mælaborði t.d. fyrir rekstraryfirlit þá haldast þær stillingar inni næst þegar notandinn skráir sig inn.
 • Opnað hefur verið fyrir möguleikan að senda kreditreikning rafrænt eftir á ef það var ekki valið upphaflega.

Framundan

 • Loka fjárhagsári með lokafærslu í dagbók.
 • Orlofsdagar – utanumhald á orlofsdögum.
 • Aðgangsstýringar notenda.
 • Payday greiðslur – t.d. taka á móti greiðslum með kreditkorti.
 • Sölupantanir/afgreiðsluseðlar.
 • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar