Desember 2021 – jólauppfærsla

D

Opna og loka fjárhagsári

Til þess að opna eða loka fjárhagsári er smellt á Stillingar → Fyrirtæki → Bókhald. Þegar fjárhagsári er lokað þá lokast á allar bókanir í færslubók á þetta ár, þar með talið reikninga, launakeyrslur, afstemmingu og dagbók.

Útgjöld

  • Ef viðhengi er tengt við útgjöld (þ.e. PDF og myndir) þá birtist það beint inni í viðmótinu. Þú getur fært músina yfir myndina til að skoða nánar og með því að smella á hana festir þú myndina. Þetta gerir þér mun einfaldara fyrir að skrá útgjöld út frá viðhenginu.
  • Sjálfvirkur lestur (e. OCR) á pdf skjölum og myndum hefur verið endurbættur til að gera lesturinn skilvirkari.

Launavinnsla

  • Með einföldum hætti er nú hægt að afrita launakeyrslu. Undir launakeyrslu velur þú Aðgerðir → Afrita launakeyrslu.
  • Ef starfsmaður undir 16 ára fer yfir 180.000 kr í laun á árinu greiðir hann 6% staðgreiðslu. Einnig greiðir starfsmaður undir 16 ára ekki í lífeyrissjóð eða stéttarfélag. Þessir útreikningar gerast sjálfkrafa.
  • Launakeyrsla í drögum uppfærist sjálfkrafa ef starfsmanni er breytt sbr. lífeyrissjóð eða uppsafnaðan persónuafslátt.

Innlestur á gögnum úr Excel

  • Í vörukerfinu er nú mögulegt að hlaða inn vörulistanum úr Excel (Sala → Vörur → Aðgerðir).
  • Á sama hátt er hægt að hlaða inn viðskiptamannalistanum úr Excel (Sala → Viðskiptavinir → Aðgerðir).

Samanburðarskýrsla VSK hjá einstaklingum (RSK 10.25)

Nýrri skýrslu hefur verið bætt við hjá einstaklingum í rekstri sem einfaldar skattframtalsgerðina enn frekar. Skýrslan tekur saman VSK samkvæmt þeim flokkum sem koma fram í RSK 10.25. Skýrsluna má nálgast undir Yfirlit → Virðisaukaskattur → VSK sundurliðun.

Afstemming

Hægt er að sjá óafstemmdar færslur í Payday á hvern bankareikning fyrir sig með því að smella á punktana þrjá við bankareikninginn og velja “Óparaðar færslur”.  

Annað

  • Heildarafsláttur er birtur á reikningum og tilboðum.
  • Valmöguleiki um að breyta netfangi áður en reikningur er endursendur.
  • Valmöguleiki um hvort rekstur sé skráður á launagreiðendaskrá (hak í uppsetningu eða Stillingar → Fyrirtæki → Laun).
  • Valmöguleiki að fela reikningsnúmer á PDF reikningum (hak í Stillingar → Fyrirtæki → Reikningar).
  • Sölur í reikning í SalesCloud safnast saman inn á reikning í drögum fyrir viðkomandi viðskiptavin í Payday.

Framundan

  • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
  • Dagbók – útgáfa 2
  • Meiri sveigjanleiki varðandi skil á VSK og staðgreiðslu
  • Payday API – Áskriftarreikningar, tilboð, vörur o.fl.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar