Uppfærsla: Janúar 2023

U

Orlof – utanumhald á orlofsdögum

Mikið hefur verið beðið um að hægt sé að halda utan um uppsafnaða orlofstíma eða orlofsdaga hjá starfsmönnum frekar en uppsafnaða upphæð. Nú er kominn nýr flipi “Orlof” undir starfsmannastillingum þar sem hægt að að stilla hvernig orlof hjá starfsmanni er meðhöndlað, sjá allar hreyfingar á orlofi og leiðrétta stöðuna á uppsöfnuðu orlofi.

Nánari upplýsingar á hjálpinni.

Breyta um eiganda aðgangs

Sá notandi sem stofnaði aðganginn að Payday er skráður eigandi þess aðgangs. Ef breyta þarf um eiganda þá er nú hægt að gera það með einföldum hætti. Nánari upplýsingar á hjálpinni.

Festa rafræna reikninga á viðskiptavin

Mörg fyrirtæki eru nú farin að taka á móti Rafrænum reikningum (XML). Nú er hægt að velja sjálfgefna stillingu fyrir þetta á hvern viðskiptavin. Við þessa uppfærslu var viðskiptamannalistinn þinn uppfærður þannig að þeir sem þú hefur áður sent rafrænan reikning eru komnir með þessa stillingu.

Launamiðar

Þeir aðilar sem eru á launagreiðendaskrá og hafa greitt laun ber að skila inn launamiðum. Skilafrestur launamiða er 20. janúar vegna líðandi árs. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á þessari virkni í Payday til að einfalda ferlið fyrir notendur.

Nánar um Launamiða

Aðrar breytingar og villuleiðréttingar

 • Verktakamiðar – hægt að senda leiðréttingu og betri villumeðhöndlun. Skoða nánar.
 • Verð á vörum birt í yfirliti vara.
 • Þegar nýr bókhaldslykill er stofnaður og kóði valinn sem er nú þegar í notkun þá er stungið uppá næsta lausa kóða.
 • Sjálfgefinn bókhaldslykil lánardrottins birtur í stöðulista.
 • Opnað á afritun á reikningum sem bíða kreditfærslu.
 • Fela fyrirsagnir og samtölur í prófjöfnuði (PDF og Excel).
 • Tilvísun birt í yfirliti reikninga og útgjalda.
 • Sækja allar færslur í VSK skýrslu yfir í Excel.
 • Líkt og í reikningum er nú hægt að flakka á milli útgjalda þegar ákveðin útgjöld eru valin.
 • Viðskiptavinir API – “Eindagi dögum eftir gjalddaga” og “Senda rafræna reikninga” gildin eru núna stillanleg í gegnum API.

Framundan

 • Payday greiðslur – t.d. taka á móti greiðslum með kreditkorti.
 • Sölupantanir/afgreiðsluseðlar.
 • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.
 • Afstemming – meiri sjálfvirkni.
 • Bankatengingar við Sparisjóði og Kviku.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar