Uppfærsla: Júní 2022

U

Virðisaukaskattur og skil

 • Hingað til hafa vsk skýrslur eingöngu verið sendar sjálfvirkt. Bætt hefur verið við möguleika til að senda inn skýrslur handvirkt.
 • Sömuleiðis er nú hægt að senda inn leiðréttingu á vsk skýrslu sem áður hefur verið send inn. Ef skýrslan er skoðuð er núna aðgerð í boði undir “Aðgerðir”. Þá kemur upp gluggi sem sýnir breytingarnar sem hafa verið gerðar og þú getur svo sent inn leiðrétta skýrslu.
 • Nú er boðið upp á skil fyrir þá aðila sem eru í sex mánaða og eins mánaðar uppgjörum.
 • VSK upphæðin undir útistandandi gjöld á mælaborði tekur nú mið af stöðu á VSK í bókhaldi miðað við upphafsdagsetningu bókhalds í Payday.

Sala og útgjöld

 • Útgjaldasíðan hefur tekið þó nokkrum breytingum. Nú er hægt að slá inn magn, afslátt, athugasemd, gjalddaga og eindaga. Þessar breytingar voru gerðar til að uppfylla kröfur varðandi innlestur á rafrænum reikningum ásamt því að samræma útgjöld við uppsetninguna á reikningum.
 • Allar auka upplýsingar úr rafrænum reikningum eru núna lesnar inn í athugasemdardálkinn í útgjöldum.
 • Tilvísun hefur verið bætt við reikningagerðina. Getur t.d. verið verknúmer, tilvísun eða eitthvað sem tengist reikningnum.
 • Yfirlit reikninga heldur stillingum t.d. ef þú setur inn eitthvað í leitina og smellir inn á ákveðinn reikning þá haldast sömu niðurstöður ef þú ferð til baka.
 • Í yfirliti reikninga kemur núna fram hvort krafa hafi við stofnuð á bakvið reikninginn.
 • Nú er komin aðgerð til að prenta reikninginn beint innan úr Payday (Aðgerðir → Prenta).
 • Magn, einingaverð, afsláttur kemur núna fram í Excel skjölum fyrir útgjöld, reikninga og áskrifir.
 • Söluskýrsla er nú komin fyrir vörur þar sem sölutölur fyrir ákveðið tímabil eru birtar (Sala -> Vörur -> Aðgerðir -> Söluskýrsla).

Samþætting við TimeEd

TimeEd er öflug, yfirgripsmikil og umfram allt þægileg heildarlausn fyrir fyrirtæki sem vilja halda nákvæmlega utan um verkefnastjórnun, tímaskráningar og viðveru starfsfólks.

Þetta vandaða kerfi heldur vel utan um öll verkefni og verkferla, bætir yfirsýn og gegnsæi fyrir starfsfólk jafnt sem stjórnendur og gerir rekstur fyrirtækisins mun skilvirkari.

Með samþættingu við Payday er á auðveldan hátt hægt að senda reikninga í Payday beint innan úr TimeEd.

Annað

 • Til að flýta fyrir uppsetningu á bókhaldslyklum þá er núna hægt að afrita eldri bókhaldslykil (Aðgerðir → Afrita lykil).
 • Launamiða er nú hægt að taka út í Excel.
 • Við gerðum smávægilegar útlitsbreytingar á Payday til að gera viðmótið aðeins meira fágaðra og notendavænna.

Payday API

 • Útgjöld – stofna, uppfæra og sækja upplýsingar um útgjöld.
 • Áskriftir – stofna, uppfæra og sækja upplýsingar um áskriftir.

Payday API skjölun

Framundan

 • Aðgangsstýringar notenda
 • Sölupantanir/afgreiðsluseðlar
 • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
 • Dagbók – útgáfa 2
 • Payday greiðslur – t.d. taka á móti greiðslum með kreditkorti

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar