Það hafa liðið nokkrar vikur frá því að við uppfærðum Payday síðast en það er vegna þess að við höfum verið að vinna hörðum höndum að nýjum og spennandi viðbótum. Við kynnum núna hluta af þeim breytingum og meira er á leiðinni mjög fljótlega.
PAYDAY API
Með Payday API er hægt að tengja Payday við önnur kerfi sem þú notar til að framkvæma aðgerðir eða til þess að sækja gögn. Við erum gríðarlega spennt fyrir þeim möguleikum sem opnast með þessu fyrir okkar viðskiptavini og viljum endilega heyra af þeim lausnum sem þið búið til og sömuleiðis hugmyndum.
Nánari upplýsingar um hvernig þú tengist Payday API má finna á https://apidoc.payday.is/
REIKNINGASÍÐA, ÁSKRIFTARREIKNINGAR OG TILBOÐ
Uppsetningu á þessum síðum hefur verið breytt til að opna fyrir fleiri möguleika sem eru framundan með því að nýta plássið betur. Á sama tíma var “mobile” útgáfan betrumbætt þannig að það sé auðveldara að vinna með reikninga í símanum. Nú þarf ekki lengur að vista hverja línu fyrir sig heldur uppfærist línan sjálfvirkt jafnóðum. Hægt er að velja hvort tölvupóstur sé sendur þegar reikningur er stofnaður og á hvaða netfang hann sendist.
TÖLFRÆÐI
Hver elskar ekki tölfræði? Við höfum bætt við tölfræði fyrir reikninga, tilboð, áskriftarreikninga og viðskiptavini. Upphæð reikninga að meðaltali, topp 5 viðskiptavinir, heildarupphæð áskrifta í næsta mánuði, ógreiddir reikningar, samþykkt tilboð í vinnslu og margt fleira til að gefa þér ennþá betri yfirsýn yfir reksturinn.
RSK 10.26
Er reksturinn að færast úr ársskilum í tveggja mánaða skil eða þarf að senda inn leiðréttingu fyrir síðasta ár. Í þessum tilfellum þá þarf að skila inn skýrslu 10.26 til RSK og núna er með einföldum hætti hægt að nálgast hana beint inni í Payday. Þú finnur þessa skýrslu undir Yfirlit -> Virðisaukaskattur.
SKILAMÁTI VIRÐISAUKA
Hingað til höfum við einungis stutt árleg og tveggja mánaða skil. Nú styðjum við mánaðarleg og sex mánaða skil (bændaskil) þegar virðisaukaskattsskýrsla er skoðuð en sjálfvirk rafræn skil eru væntanleg innan skamms.
AÐRAR MINNIHÁTTAR BREYTINGAR OG LAGFÆRINGAR
- Flýtileið á “Stofna reikning” og “Hreyfingalista” beint frá völdum viðskiptavini
- Land erlends viðskiptavinar birtist nú á reikning
- “Skoða drög” birta nú reikning út frá því hvaða tungumál er valið á viðskiptavini
- Dálkur fyrir söluaðili vantaði í Excel skjali fyrir útgjöld
FRAMUNDAN
- Nýr vefur – Payday.is
- Payday Bókhald – sjálfvirkni og einfalt
- Payday Laun – sjálfstætt launakerfi