Ný áskriftarleið, Zapier og Payday API

N
Ný áskriftarleið, Zapier og Payday API

Payday teymið heldur áfram að rúlla út nýjungum og það er hellingur fleira á leiðinni!

Payday Laun


Nýrri áskriftarleið hefur verið bætt við fyrir ykkur sem vantar eingöngu einfalt og öflugt launakerfi. Verðið fyrir þessa áskriftarleið er einungis 3.900 + vsk fyrir 1-3 starfsmenn og 5.900 + vsk fyrir 4 starfsmenn og fleiri. Launavinnslan hefur aldrei verið einfaldari!

Áskriftarleiðir-Payday (1).png

Zapier + Payday = Sjálfvirkni


Nú getur þú tengt Payday við þúsundir annarra kerfa og þannig sjálfvirknivætt ferla sem annars taka þig langan tíma. Væri gaman að heyra frá þeim sem sjá tækifæri með þessa lausn. Meiri möguleikar munu bætast við fljótlega og við viljum endilega heyra frá ykkur ef þið eruð með einhverjar hugmyndir.

zapier-payday.png

Möguleikarnir eru endalausir!
Payday á Zapier

Payday API


Margir eru nú þegar að nýta Payday API þjónustuna til að tengja sín kerfi við Payday. Við erum stöðugt að bæta við fleiri möguleikum í gegnum þessa þjónustu og núna bætist eftirfarandi við:

 • Bóhaldslyklar – sækja alla bókhaldslykla fyrirtækis
 • Lánadrottnar – sækja lánadrottna og hreyfingar
 • Hreyfingalisti – sækja hreyfingar lykla eftir tímabili, viðskiptavini eða lánardrottinn
 • Notendur – sækja upplýsingar um alla notendur
 • Viðskiptavinir – leita að viðskiptavinum eftir t.d. kennitölu eða nafni

Nánari upplýsingar í API skjöluninni

Framundan

 • Payday Bókhald – bankaafstemming
 • Tenging við Shopify
 • Ennþá meiri Payday API virkni
 • Taka á móti rafrænum reikningum
 • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
 • Sölupantanir – tengt vörukerfinu og einfalt að breyta í reikninga

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar