Verktakamiðar og fleira gott frá notendum

V
Verktakamiðar og fleira gott frá notendum

Í fyrstu uppfærslu 2021 er komið til móts við óskir viðskiptavina Payday sem okkur þótti mikilvægt að bregðast við hið fyrsta. Við hlustum á okkar notendur því þeir eru hinir einu sönnu Payday sérfræðingar og erum við stolt að kynna ykkur þær nýjungar sem nú líta dagsins ljós.

Verktakamiðar


Þeim aðilum sem voru í rekstri á síðastliðnu ári ber að skila inn verktakamiðum. Payday tekur saman hreyfingar á alla lánardrottna óháð því hvort þeir eru verktakar, vörusalar eða annað. Hægt er að eyða út þeim lánardrottnum sem notandi vill ekki senda inn fyrir en það er samt sem áður óþarfi. Verktakamiða er hægt að nálgast undir Yfirlit -> Verktakamiðar. Í yfirlitinu koma fram allir þeir aðilar sem verslað var af á tímabilinu og fyrir hversu mikið.

Nánari upplýsingar um verktakamiða

Reikningar

 • Merkja reikning greiddan við stofnun. Þetta er sérstaklega handhægt þegar t.d. er um að ræða staðgreiðslusölu.
  paid.png
 • Þegar reikningur hefur fengið stöðuna greiddur kemur “Greiddur” merki á reikninginn. Þetta kemur sér vel þegar viðskiptavinir þurfa t.d. að geta sýnt fram á greiðslu á reikning. Einfalt er að senda reikninginn aftur á viðskiptavin eftir að hann hefur verið merktur greiddur með því að fara í Aðgerðir -> Endursenda reikning
 • Þegar þú ert inni í ákveðnum reikningi er nú einfalt að flakka á milli reikninga sem hafa verið bókaðir. Lítil breyting en flýtir mikið fyrir þegar verið er að vinna með reikninga.
  flakka.png
 • Venjulega er afrit af öllum reikningum sem stofnaðir sent á tölvupósti á netfang þíns fyrirtækis. Þessu er nú hægt að breyta undir Stillingar -> Fyrirtæki -> Reikningar.

Payday Laun

 • Launakerfið er nú samþáttað við Uniconta bókhaldskerfið. Launakeyrslur eru sjálfkrafa bókaðar í dagbók í Uniconta og venslað við rétta bókhaldslykla.
 • Starfsmaður getur núna verið gerður óvirkur þannig að hann kemur ekki upp í launakeyrslum. Hægt að að virkja hann aftur hvenær sem er.

Úgjöld

 • Í yfirliti útgjalda er hver færsla nú merkt með “bréfaklemmu” sem segir til um hvort einhver fylgiskjöl séu tengd færslunni.
 • Nú er hægt að sækja gögn frá Sparisjóðunum og Einkabanka Landsbankans til að færa inn í útgjöld.

Annað

 • Flýtilyklar og dagsetning í dagbók. Flýtilyklum hefur verið bætt við til að stofna nýja færslu og nýja línu ásamt því að hægt er að slá inn dagsetningar á fljótlegri hátt t.d. 19012020.
 • Rekstrarskýrsla einstaklinga í rekstri hefur verið uppfærð þannig að hún taki mið af öllum RSK lyklum.
 • Hægt að eyða tilboði hvenær sem er, sama þó það hafi verið samþykkt eða ekki.

Framundan

 • Payday Bókhald – bankaafstemming
 • Móttaka á rafrænum reikningum
 • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
 • SalesCloud samþætting – tengdu POS kerfi við bókhaldið
 • Launaframtal
 • VSK skýrsla fyrir uppgjör

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar