Iðnaðarfólk notar Payday

I

Af hverju ætti iðnaðarfólk að íhuga að nota Payday bókhaldskerfið?

Payday er notað af mörgu iðnaðarfólki nú þegar og hefur það reynst þeim einstaklega vel þar sem bókhaldskerfið er einfalt, fljótlegt og þægilegt í notkun.

En það eru fleiri atriði sem heilla og koma vel að notkun.

Með einföldum hætti er hægt að hafa góða yfirsýn yfir öll útgjöld sem gefur betri skilning á rekstrinum. Einnig er hægt að senda reikninga með snjallsímanum hvar sem þú ert staðsettur. Þetta sparar tíma og eykur hagkvæmni í viðskiptum.

Ein af hentugustu lausnum okkar fyrir iðnaðarfólk felst í möguleikanum á að senda kvittanir rafrænt beint inn í Payday með því að taka mynd eða skanna kvittunina. Svo þægilegt er það!

Kveðjum þá daga þegar fór mikill tími í að róta í vösum og verkfæratöskum eftir rifnum og slitnum kvittunum.

Hægt er að tengja tímaskráningarlausnir eins og Intempus við Payday. Einstaklega þægileg lausn fyrir iðnaðarmenn sem eru mikið á ferðinni. Auðvelt er að stofna verk, skrá efni, myndir, akstur og tíma á verk í Intempus. Þegar verki er lokið færist það yfir í Payday – sölupöntun og auðvelt er að gera reikning á verkið í lokin.

Hér getur þú lesið til um samþættinguna við Intempus:
https://hjalp.payday.is/is/article/178-samthaetting-vid-intempus

Er ekki tímabært að skoða bókhaldslausn sem virkilega sinnir þínum þörfum?

Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf.
Sími: 551-5121
Póstfang: [email protected]

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar