Senda reikninga með tölvupósti beint inn í Payday
Viðhengi sem send eru í tölvupósti á Payday birtast í “Útgjöld” með stöðuna drög. Payday notar mynd- og textavinnslu til að lesa helstu upplýsingar úr PDF skjölum og myndum.
Mynda- og textavinnslan er í BETA útgáfu þannig að það má gera ráð fyrir því að þjónustan nái ekki alltaf að lesa skjalið. Við leitumst stöðugt við að bæta þessa vinnslu.
Bankaafstemming
Afstemmingin eru komin úr BETA útgáfu. Við höfum gert ýmsar breytingar og lagfæringar eftir ábendingar frá notendum þar sem t.d. má nefna:
- Hægt er að eyða færslum
- Hægt er að setja lýsingu á færslur sem eru skráðar undir “Annað”
Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gera afstemminguna ennþá betri.
Sækja afrit af reikningum fyrir Payday áskrift
Þú getur nú nálgast afrit af reikningum fyrir þjónustu Payday með einföldum hætti undir Stillingar → Áskrift → Reikningar.
Annað
- Öll Excel skjöl sem hægt er að nálgast úr Payday er nú hægt að opna með Google Sheets
- Áður var eingöngu hægt að sækja 100 reikninga í zip skrá í einu. Nú er leyfilegt að sækja allt að 200 reikninga
- Þegar viðskiptavinur er valinn á reikning, tilboð eða áskriftarreikning er nú hægt að leita eftir kennitölu
Framundan
- Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
- Dagbók – útfgáfa 2
- Launakerfi – ýmsar viðbætur sbr. laun fyrir U16
- Meiri sveiganleiki varðandi skil á VSK og staðgreiðslu
- Payday API – Áskriftarreikningar, tilboð, vörur o.fl.