Uppfærsla: Mars 2025

U

Við höfum nú lokið við nýjustu uppfærslu og erum spennt að kynna fjölbreytt úrval af betrumbótum og nýjum eiginleikum sem miða að því að bæta upplifun og rekstur. Payday heldur áfram að þróast í takt við þarfir notenda og það er gaman að deila þessum nýju uppfærslum með ykkur.

Hreyfingalisti

Undir Hreyfingalisti > Aðgerðir > Excel er nú hægt að taka út hreyfingalista flokkað eftir öllum viðskiptavinum, lánardrottnum eða bókhaldslyklum. Excel skjalið inniheldur þá einn hreyfingalista per viðskiptavin/lánardrottinn/bókhaldslykil með upphafsstöðu og lokastöðu fyrir hvern og einn.

Upphæðir með aukastöfum

Hægt er nú að setja inn upphæðir með aukastöfum í útgjöldum, reikningum, áskriftum og launakeyrslum. Þetta hefur t.d. þau áhrif að auðveldara er að færa inn útgjöldum frá birgjum þar sem reikningar bera aukastafi með kommu.

Booking Factory samþætting

Notendur geta nú fært inn reikninga í erlendri mynt og gistináttaskattur kemur í sér línu á reikning með 0% VSK.

Flýtileið fyrir helstu aðgerðir

Nú eru aðgengilegar flýtileiðir fyrir helstu aðgerðir í Payday. Efst til hægri er aðgerðahnappur “Búa til” sem opnar fellilista fyrir t.d. nýjan reikning eða viðskiptavin.

Smáatriðin skipta máli – Ýmsar breytingar

  • Greiðsluupplýsingar á útgjöldum færð aftur inn á útgjöldin sjálf
  • Hægt er að velja hvort dráttarvextir séu reiknaðir á reikningum með kröfum undir Stillingar >Fyrirtæki >Banki
  • Skilaboð birt í útgjöldum ef móttekinn rafrænn reikningur stenst ekki villuprófun hjá skeytamiðlara
  • Við höfum unnið að því að bæta hraða á sendum reikningum svo reikningar sendast nú enn hraðar

Vissir þú?

  • Mynd af kvittunum: Vissir þú að þú getur tekið mynd af kvittunum í símanum þínum og sent þær beint inn í Payday? Þú getur annað hvort hlaðið þeim upp í gegnum útgjöld eða sent þær í tölvupósti á “kennitala”@kvittun.payday.is”.
  • Bókhaldslyklar: Þú getur bætt við eins mörgum bókhaldslyklum í Payday og þú vilt ef þú vilt t.d. Sundurliða allan kostnað. Farðu í Bókhald og veldu þar bókhaldslykla og smelltu á “Bæta við bókhaldslykli” til að fylla út upplýsingar um nýja lykilinn.
  • Bankatenging: Þú getur tengt bankann þinn við Payday til að stofna kröfur og sækja bankafærslur í afstemmingu. Farðu í Stillingar, veldu Fyrirtæki og smelltu á Banki til að virkja tenginguna.
  • Vörukerfi: Ef þú ert með verslun eða vefverslun, þá býður Payday upp á einfalt vörukerfi sem gerir þér kleift að stýra vörum, sjá hreyfingar og velja vöru á reikninga, tilboð og áskriftarreikninga.
  • Bjóða vinum: Þú getur boðið vin að nota Payday undir “Bjóða vinum” í flipanum vinstra megin. Þeir sem skrá sig með hlekknum fá 30% afslátt í 3 mánuði og þú færð 30% af áskriftargjaldinu þeirra sem afslátt af þínu eigin gjaldi í 6 mánuði.

Nýjungar á leiðinni!

  • Afstemming – meiri sjálfvirkni með reglum
  • Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum
  • Innkaupapantanir
  • Fagaðila portal – yfirsýn yfir þína viðskiptavini, skrá ný félög, stjórn reikninga o.fl.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgangnum sínum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar