Uppfærsla: Mars 2024

U

Innlestur á reikningum úr Excel

Þarftu að senda eins reikninga á marga viðskiptavini eða flytja reikninga úr öðru bókhaldskerfi yfir í Payday? Við erum búin að bæta við einfaldri leið til að stofna marga reikning í einu í gegnum innlestur úr Excel. Þetta er gríðarlega öflugt lausn sem við erum viss um að margir geti nýtt sér til að einfalda reksturinn.

Nánari upplýsingar

Almannaheillaskrá

Nýjar reglur tóku gildi nú um áramótin um gagnaskil almannaheillafélaga (óhagnaðardrifin félög) að ári loknu. Í Payday er hægt að hlaða inn skrá fyrir þessi skil og skila inn beint í gegnum Payday til Skattsins. Einföld og þægileg leið fyrir almannaheillafélög til að standa skil á þessum gögnum.

Lesa meira um almannaheillaskrá á vef Skattsins og nánari upplýsingar á þjónustuvef Payday

Vörur í afstemmingu

Þegar reikningar eru gerðir beint í gegnum afstemmingu hefur nú verið opnað fyrir þann möguleika að bæta vöru inn á reikninginn. Þetta sparar sporin þar sem núna er hægt að gera þetta beint í gegnum afstemmingu í staðinn fyrir að þurfa að gera reikninginn í gegnum reikningakerfið.

Saga reikninga og launakeyrslna

Í sögu fyrir reikning og launkeyrslu kemur núna fram hver bjó til viðkomandi keyrslu og sömuleiðis hver bókaði hana. Það þarf ekki endilega að vera þannig að sami aðilinn gerir hvora aðgerð fyrir sig og því getur verið gott að hafa þessar upplýsingar til staðar þegar þú skoðar viðkomandi færslu.

Aðrar breytingar og villuleiðréttingar

  • Ný aðgerð þar sem hægt er með einföldum hætti að stofna sölupöntun út frá tilboði.
  • Bæta við flýtileið á hreyfingalista frá yfirlitssíðu bókhaldslykla sem og fyrir ákveðinn bókhaldslykil.
  • Bókhaldslyklar sem búið var að loka fyrir beina bókun á birtust ekki í lokunarfærslum í dagbók.
  • Leyfa að slá inn mínustölu í magn á reikningum, tilboðum, sölupöntunum, áskriftarreikningum og útgjöldum.
  • Nýr dálkur fyrir stöðu í upphafi hefur verið bætt við í prófjöfnuði.

Framundan

  • Afstemming á kreditkortum.
  • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.
  • Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum.
  • Afstemming – meiri sjálfvirkni sbr. pörun á útgjöldum, færslur milli eigin reikninga.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar