🎄 Jólakveðja frá Payday 🎁

&

Við hjá Payday þökkum fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið þá rúmu sex mánuði sem þjónustan hefur verið á markaði. Við erum vissulega hvergi nærri hætt og hlökkum til að gera enn betur á komandi ári. Það eru spennandi tímar framundan fullir af nýjum tækifærum, bæði fyrir Payday sem og viðskiptavini okkar. Árið 2018 munum við útvíkka þjónustu okkar enn frekar en leggjum að sjálfsögðu á sama tíma áfram áherslu á að veita viðskiptavinum okkar góða og persónulega þjónustu og er það okkar von að þið upplifið viðskipti ykkar við Payday á jafn jákvæðan hátt og við sem störfum hjá fyrirtækinu.

Payday hefur frá upphafi lagt mikinn metnað í gæði þjónustunnar og höfum við kappkostað að koma til móts við þær fjölmörgu ábendingar sem viðskiptavinir okkar hafa sent okkur. Skoðanir ykkar og álit skipta afar miklu máli fyrir þá þjónustu sem Payday býður uppá og hvetjum við ykkur til að halda áfram að senda okkur línu á [email protected] ef þið eruð með tillögur að nýjungum eða endurbótum á kerfinu.

Helsti hvatinn að því að Payday varð til var sá að við vildum einfalda sjálfstætt starfandi einstaklingum utanumhald og vinnu við reksturinn og vonum við að vel hafi tekist til og að viðskiptavinir okkar geti notið jólanna án þess að hafa áhyggjur af því að þurfa að standa í skilum á opinberum gjöldum og öðru sem tekið getur gleðina frá konfekti og krásum.

Jólaglaðningur Payday eru nokkrar nýjungar sem við erum stolt af að kynna og lesa má um hér að neðan.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Starfsfólk Payday


NÝTT

Áskriftarreikningar

Reikningar sendir sjálfkrafa til viðskiptavina þinna með reglulegu millibili.

Fylgiskjöl kostnaðarliða

Taktu mynd af kvittunum og sendu beint inní Payday.

VSK skýrslur

Nú er hægt að skoða VSK skýrslu eftir tímabili í Nettur áskriftarleiðinni.

Gagnaflutningur

Við flytjum eldri reikninga úr öðrum kerfum yfir í Payday.

Uppfærsla á útliti

Það er alltaf hægt að gera betur, því höfum við uppfært reikningasíðuna og kostnaðarliðasíðuna þannig að allt líti nú vel út í öllum tækjum.


VÆNTANLEGT 2018

Rekstrarskýrsla

Fylgiskjal með skattframtali sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hægt verður að útbúa beint inní Payday og þannig auðvelda þér eða þínum endurskoðanda mikla vinnu.

Samstarfsaðilar

Viltu gerast samstarfsaðili Payday og fá greitt fyrir hvern viðskiptavin sem þú kemur með til okkar? Eða ertu glaður notandi Payday og vilt benda öðrum á okkur og fá afslátt í staðinn?

Tilkynningar

Fáðu tilkynningar (e. notifications) í síma og vafra þegar t.d. reikningur er greiddur.

Ítarlegri viðskiptavinasíða

Hversu hátt er hlutfall greiddra reikninga á eindaga, samanburður milli viðskiptavina og margt fleira.

Breyta kröfum beint inní Payday

Þarftu að gefa greiðslufrest eða fella niður dráttarvexti? Þetta verður hægt að gera beint inní Payday.

Launakerfi fyrir fleiri en einn starfsmann

Þetta er líklega það sem við erum oftast beðin um að bjóða uppá. Við ætlum að sjálfsögðu ekki að valda vonbrigðum í þeim efnum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar