Ennþá einfaldari og öflugri reikningagerð

E

Við höldum áfram uppteknum hætti og dælum út viðbótum við Payday þjónustuna. Allar þær nýjungar sem við kynnum til sögunnar núna eru komnar til eftir ábendingar frá okkar viðskiptavinum. Payday væri ekki til án okkar viðskiptavina og reynum við því að verða að óskum þeirra í hvívetna.

Flýtileið við að bæta við reikningslínu

Margir eru sífellt að setja inn sömu upplýsingar inn á reikninga og til að hindra óþarfa endurtekningar þá er nú sjálfkrafa leitað í eldri reikningslínum um leið og byrjað er að slá inn lýsingu fyrir reikningslínu. Þegar eldri reikningslína er valin úr listanum þá fyllist sjálfkrafa út í lýsingu, magn, upphæð, vsk og afslátt (ef við á).

Þitt lÓgó á reikninga

Nú geturðu sett inn þitt eigið lógó á reikningana þína sem birtist inni í PDF skjalinu sem sent er í tölvupósti til viðskiptavinar þíns þegar reikningur er stofnaður. Hægt er að hlaða inn lógó undir “Merki fyrirtækis” á síðunni “Stillingar” > “Fyrirtæki”. Athugið að þetta er aðeins í boði fyrir þá sem eru í “Nettur” eða “Allur pakkinn” áskriftarleiðunum.

Velja hvort stofna eigi kröfu

Nú er hægt að velja hvort það stofnist krafa í netbanka viðskiptavinar þegar reikningur er sendur. Ef þú vilt ekki að krafa stofnist þá velurðu “Nei” við “Stofna kröfu”. Athugið að  merkja þarf handvirkt þegar reikningur hafur verið greiddur en það má gera með því að fara inn í reikninginn og velja “Merkja sem greiddan” undir “Aðgerðir”.

Skrá erlendan viðskiptavin

Margir hafa beðið um þann möguleika að geta sent reikninga á viðskiptavini sína erlendis svo að sjálfsögðu verðum við þeirri ósk. Þegar nýr viðskiptavinur er stofnaður þá er hægt að velja “Erlendur” og þá er hægt að handslá inn allar upplýsingar um viðskiptavininn. Athugið að tölvupósturinn sem viðskiptavinurinn fær með reikningnum er alltaf á ensku. Einnig stofnast aldrei krafa í netbanka hjá erlendum viðskiptavinum og því þarf að merkja handvirkt þegar reikningur fæst greiddur.

Sjálfgefin stilling fyrir eindaga

Til að flýta enn frekar fyrir reikningagerðinni þá er nú hægt að velja sjálfgefið gildi fyrir hve mörgum dögum eftir gjalddaga eindagi á að vera. Þessi stilling kallast “Eindagi dögum eftir gjalddaga” og er hægt að breyta á síðunni “Stillingar” > “Fyrirtæki”.

VSK prósenta sjálfvirkt valin í reikningslínu

Flestir setja alltaf sömu VSK prósentu á allar reikningslínur og nú er sjálfkrafa valin síðasta VSK prósenta sem notuð var til að flýta enn frekar fyrir reikningagerðinni.

Stofna reikninga aftur í tímann

Nú er hægt að stofna reikninga sem eru dagsettir aftur í tímann en það er hentugt t.d. fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að nota Payday og vilja geta sett inn eldri reikninga.

RekstrarskýrSla

Þeir sem eru í rekstri á eigin kennitölu þurfa að skila inn rekstrarskýrslu samhliða skattframtali og höfum við nú tekið saman allar þær upplýsingar sem við getum til að einfalda þetta eftir fremsta megni. Hægt er að sjá rekstrarskýrslu fyrir 2017 eða fyrir það sem af er 2018 á síðunni “Yfirlit” > “Rekstrarskýrsla”.

Seðilgjald lækkað úr 290 kr. í 115 kr.

Til að standa straum af bankakostnaði höfum við þurft að innheimta seðilgjald sem bætist við kröfurnar sem stofnast í netbanka viðskiptavina. Seðilgjaldið hefur nú verið lækkað í 115 kr. og vonandi náum við að lækka það enn frekar í framtíðinni.

Viltu nota Payday fyrir 0 kr?

Bjóddu vinum þínum og kunningjum að prófa Payday og lækkaðu áskriftargjaldið þitt sem um nemur prósentu af áskriftargjaldi sem vinur þinn greiðir. Á “Áhrifavaldur” síðunni getur þú fengið hlekk sem þú getur deilt áfram í gegnum Facebook, Messenger, tölvupósti eða hvaða öðrum hætti sem þér dettur í hug. Þeir sem skrá sig í Payday með hlekknum þínum fá 30% afslátt í 3 mánuði (eftir að prufutíma lýkur) og þú færð 30% af áskriftargjaldinu sem vinur þinn greiðir sem afslátt af þínu eigin áskriftargjaldi í 6 mánuði!

Framundan

  • Veita greiðslufrest á kröfu og fella niður dráttarvexti
  • Fella niður kröfu í netbanka án þess að fella niður sjálfan reikninginn. Þetta er handhægur möguleiki ef reikningur er t.d. greiddur með millifærslu
  • Þín eigin innheimtuþjónusta þannig að kröfur birtast í nafni þíns fyrirtækis í netbanka viðskiptavina þinna
  • Útbúa tilboð sem þú getur sent á þinn viðskiptavin. Hægt verður með einföldum hætti að breyta tilboði yfir í reikning
  • Launareiknivél aðgengileg öllum að kostnaðarlausu inná payday.is

Tímasparnaður, sjálfvirk skil og minni áhyggjur

Payday einfaldar reikningagerð, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar