Við erum ákaflega spennt að kynna nýjustu uppfærsluna okkar á Payday, stútfulla af endurbótum og nýjum eiginleikum sem eru hannaðir til að gera daglegan rekstur ennþá þægilegri og skilvirkari. Við þróum Payday stöðugt í takt við þarfir notenda okkar og það er okkur sönn ánægja að deila þessum nýjungum með ykkur.
Jöfnun á útgjöldum og reikningum (BETA)
Við kynnum nú öfluga virkni sem gerir þér kleift að jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum beint á móti lánardrottnum og viðskiptavinum. Þetta einfaldar afstemmingar til muna og gefur skýrari sýn á heildarstöðu við hvern aðila. Þar sem þetta er BETA-útgáfa tökum við fagnandi á móti allri endurgjöf frá ykkur á meðan við fínpússum virknina. Eins og er þá birtist þessi virkni ekki hjá öllum notendum, hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga á að prófa.

Aldursgreining viðskiptakrafna – Yfirsýn sem skilar sér
Fáðu kristaltæra mynd af stöðu viðskiptakrafna með nýrri aldursgreiningu. Þessi virkni sundurliðar ógreidda reikninga eftir því hversu lengi þeir hafa verið útistandandi (0-30 dagar, 31-60 dagar, o.s.frv.). Þetta gefur þér tæki í hendurnar til að fylgja kröfum eftir á skilvirkari hátt og bæta sjóðstreymi fyrirtækisins.
Athugasemdir við línur
Nú getur þú bætt við athugasemd eða frekari lýsingu við hverja einstaka línu á reikningum, áskriftum, sölupöntunum, tilboðum og útgjöldum. Þetta er fullkomið til að tilgreina frekari upplýsingar um vöru, útskýra ákveðinn kostnað eða koma skilaboðum áleiðis sem eiga við um ákveðinn hluta reikningsins. Einfalt, skýrt og kemur í veg fyrir misskilning.

Skipting eftir RSK lyklum í prófjöfnuði
Til að gera skattaskil og samskipti við yfirvöld einfaldari höfum við bætt við möguleikanum á að skipta bókhaldslyklum upp eftir opinberum RSK-lyklum beint í prófjöfnuði. Þetta sparar tíma og minnkar líkur á villum við gerð skattaskýrslna.
Tengdu viðhengi við útgjöld úr bankanum
Nú er hægt að hengja fylgiskjal, eins og kvittun eða reikning, beint við útgjöld sem eru færð inn úr bankanum. Þessi viðbót gerir bókhaldsgögnin þín heildstæðari og tryggir að öll fylgiskjöl séu aðgengileg á réttum stað með einum smelli.
Dark Mode er mættur!
Biðin er á enda! Einn allra vinsælasti óskalistinn frá ykkar hefur verið að fá Dark Mode, og nú höfum við implementað það í allt kerfið. Þessi stilling er ekki aðeins þægilegri fyrir augun, sérstaklega í dimmu umhverfi, heldur gefur hún Payday ferskt og nútímalegt yfirbragð. Þú stjórnar þessu auðvitað sjálf/ur og getur skipt á milli að vild.

Smáatriðin skipta máli – Ýmsar breytingar
- Sveigjanlegri bókhaldslyklar: Við leyfum nú allt að 5 stafa kóða fyrir bókhaldslykla, sem gefur meira svigrúm við skipulagningu.
- Aukastafir í vöruverði: Hægt er að skrá upphæðir með aukastöfum í vörum fyrir nákvæmari verðskráningu.
- API uppruni reiknings: Nú birtist það skýrt á reikningsyfirliti ef reikningur var stofnaður í gegnum forritaskil (API), sem eykur gagnsæi.
- Dagbók í API: Við höfum opnað fyrir aðgang til að bóka dagbókarfærslum í API-skilunum okkar.
- Staða í yfirliti: Stöðu dálkurinn í yfirliti viðskiptavina og lánardróttna er sjálfgefið falinn í listanum en hægt að velja það sérstaklega að hann birtist.
- Betri innsýn á Mælaborði: Við sýnum nú innheimtuhlutfall eftir mánuðum og framlegð (profit margin) beint á mælaborðinu til að gefa þér enn betri innsýn í heilsu rekstursins.
Villuleiðréttingar
- Rafrænir reikningar: Leiðrétt villa þar sem rafrænir reikningar lásust í einstaka tilfellum vitlaust inn í kerfið.
- Copy/Paste á MacBook: Leiðrétt villa sem kom í veg fyrir að hægt væri að afrita og líma (copy/paste) texta með hefðbundnum hætti í MacBook tölvum.
Við vonum innilega að þessar uppfærslur komi að góðum notum. Við þökkum fyrir allar þær ábendingar og athugasemdir sem við fáum frá ykkur – þær eru ómetanlegar í þróunarvinnunni.
Vissir þú?
- Mynd af kvittunum: Vissir þú að þú getur tekið mynd af kvittunum í símanum þínum og sent þær beint inn í Payday? Þú getur annað hvort hlaðið þeim upp í gegnum útgjöld eða sent þær í tölvupósti á “[email protected]”.
- Bókhaldslyklar: Þú getur bætt við eins mörgum bókhaldslyklum í Payday og þú vilt ef þú vilt t.d. Sundurliða allan kostnað. Farðu í Bókhald og veldu þar bókhaldslykla og smelltu á “Bæta við bókhaldslykli” til að fylla út upplýsingar um nýja lykilinn.
- Bankatenging: Þú getur tengt bankann þinn við Payday til að stofna kröfur og sækja bankafærslur í afstemmingu. Farðu í Stillingar, veldu Fyrirtæki og smelltu á Banki til að virkja tenginguna.
- Vörukerfi: Ef þú ert með verslun eða vefverslun, þá býður Payday upp á einfalt vörukerfi sem gerir þér kleift að stýra vörum, sjá hreyfingar og velja vöru á reikninga, tilboð og áskriftarreikninga.
- Bjóða vinum: Þú getur boðið vin að nota Payday undir “Bjóða vinum” í flipanum vinstra megin. Þeir sem skrá sig með hlekknum fá 30% afslátt í 3 mánuði og þú færð 30% af áskriftargjaldinu þeirra sem afslátt af þínu eigin gjaldi í 6 mánuði.
Nýjungar á leiðinni!
- Afstemming – meiri sjálfvirkni með reglum
- Fagaðila portal – yfirsýn yfir þína viðskiptavini, skrá ný félög, stjórn reikninga o.fl.
- Uppgjör frá kortafyrirtækjum í afstemmingu
Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgangnum sínum.