Vor uppfærsla

V
Vor uppfærsla

Við höfum ekki látið þessa skrýtnu tíma slá okkur út af laginu og höfum unnið hörðum höndum að þessari stóru uppfærslu. Mesta áherslan hjá okkur hefur verið að bæta launakerfið þannig að það styðji við fjölbreyttari rekstur en ýmislegt annað góðgæti læddist með ☺

Launakerfi


Launakerfið hefur tekið þó nokkrum breytingum og er orðið ennþá öflugra. Fleiri nýjungar eru einnig í pípunum hjá okkur sbr. að hægt sé að vinna drögum á launakeyrslu og tengingar við tímaskráningakerfi o.fl.

  • Launaliðir – stofnaðu þá launaliði sem þér hentar eða nýttu þá sem koma sjálfgefið
  • Frádráttarliðir – stofnaðu þá frádráttarliði sem þér hentar eða nýttu þá sem koma sjálfgefið
  • Orlof – er orlof greitt út strax eða er því safnað upp
  • Launaseðlar í rafræn skjöl – launaseðlar sendir beint í netbanka starfsmanns
Launalidir.png

Bókhald


Tvær nýjar skýrslur hafa bæst við í bókhaldið sem auðvelda afstemmingu og færslu bókhalds.

  • Stöðulisti gefur heildarlista með stöðu fyrir viðskiptavini eða lánardrottna miðað við ákveðna dagsetningu
  • Prófjöfnuður birtir allar hreyfingar allra bókhaldslykla innan tímabils ásamt því að birta stöðuna frá upphafi dagsetningu bókhalds til loka valins tímabilsins
Profjofnudur.png

Aðgangsstýringar
Til að tryggja að öryggi á Payday aðgangnum þínum þá er nú hægt að virkja tveggja þátta auðkenningu (e. two factor authentication) fyrir þinn notanda. Þú þarft þá eftir að hafa slegið inn notendanafn og lykilorð að slá inn staðfestingarkóða úr því auðkenningar appi sem þú notar.

2fa.png

Útgjöld


Til að flýta fyrir skráningu útgjalda þá er núna hægt að taka mynd af reikningum eða hlaða inn PDF skjali og Payday sér þá um að lesa reikninginn og skrá sjálfkrafa inn í útgjöld. Payday “lærir” svo með tímanum og flokkar útgjöld sjálfvirkt miðað við fyrri skráningar. Til að hlaða inn mynd eða PDF þá ferð þú undir “Útgjöld” og velur þar “Taka mynd”. Þessi nýjung er ennþá í BETA útgáfu og við höldum áfram að betrum bæta sjálfvirka lesturinn eins og mögulegt er.

Aðrar minni breytingar og lagfæringar

  • Kröfu upplýsingar birtar og senda með á rafrænum reikningum (XML)
  • Excel og PDF export í færslubók tekur nú mið af því sem leitað er eftir
  • Nú er hægt að breyta netfangi fyrirtækis sem birtist á reikningum og í tölvupóstum. Þetta hefur ekki áhrif á netfang notanda.
  • Fylgiskjalsnúmer er nú birt í virðisaukaskattsskýrslum
  • Nú er hægt að breyta lánadrottni/söluaðila

Framundan

  • Payday Bókhald – bankaafstemming
  • Payday Laun – sjálfstætt launakerfi fyrir öll fyrirtæki
  • Taka á móti rafrænum reikningum
  • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
  • Sölupantanir – tengt vörukerfinu og einfalt að breyta í reikninga
  • Aðgangsstýringar – margir notendur
  • Tengingar við vefverslanir sbr. Shopify og WooCommerce
  • Meiri Payday API virkni

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar