Uppfærsla: September 2023

U

Með þakklæti í hjarta viljum við deila spennandi fréttum með öllu okkar frábæra fólki!

Ferðalagið okkar sem hófst 2017 hefur leitt okkur að stórkostlegum áfanga – við höfum nú náð ótrúlegum 4.000 áskrifendum!

Innilegar þakkir færum við hverjum og einum ykkar sem hafið verið með okkur í þessari ótrúlegu ferð. Stuðningur ykkar hefur verið drifkrafturinn á bak við velgengni okkar og við hefðum ekki getað náð þessum áfanga án ykkar ❤️

Hér er frábært samfélag sem vinnur saman. Við hlustum á ykkur og viljum bæta Payday eftir ykkar þörfum – því Payday er bókhaldskerfið YKKAR.

Þakka þér fyrir að vera hluti af Payday og fyrir að gera þetta afrek mögulegt.

Við erum rétt að byrja og höldum við áfram okkar vegferð með YKKUR.

Payday Greiðslur

Við höfum opnað fyrir “Private BETA” aðgang á nýju Payday Greiðslur lausnina okkar.

Með þessari lausn er opnað á fleiri leiðir til að taka á móti greiðslum á reikningum. Þegar reikningur er gerður þá er hægt að velja hvaða greiðslumöguleika þú vilt bjóða þínum viðskiptavinum uppá og birtist þá tengill inná greiðslusíðu í tölvupósti sem viðskiptavinurinn getur smellt á og gengið frá greiðslu.

Í fyrstu verður eingöngu boðið uppá greiðslur með kreditkorti en við munum svo bæta við fleiri greiðsluleiðum með tímanum sbr. Paypal, Kass, Aur og Netgíró.

Þau ykkar sem hafa áhuga á að prófa þessa lausn hafið samband í gegnum þjónustuspjallið eða á netfangið [email protected]

Leyfa að velja aðra lykla en gjaldalykla í Útgjöld

Hingað til hefur bara verið hægt að velja gjaldalykla sem flokk í útgjöldum en nú er hægt að velja ýmsa eigna- og skuldalykla eins og t.d. handfærðan innskatt og bifreiðar. Hægt er að stilla bókhaldslykla þannig að þeir birtist í listanum yfir flokka með því að haka við “Veljanlegur sem flokkur útgjalda” á bókhaldslyklinum.

Listi yfir færslur í færslubók tengda reikningum og útgjöldum

Nýjum flipa hefur verið bætt við á reikningssíðu og útgjaldasíðu sem heitir “Færslur” sem listar upp allar færslur í færslubók fyrir viðkomandi reikning eða útgjöld. Birt er dagsetning, lýsing og upphæð ásamt tengli til að skoða færsluna nánar.

Nýjung – samþætting á Payday og Intempus

Stöðugt eflist Payday, nú er kominn ný samþætting á milli Payday og Intempus. Intempus er tímaskráningarlausn sem er sérsniðin fyrir þá sem eru á ferðinni.

Auðvelt er að stofna verk, skrá efni, myndir, akstur og tíma á verk í Intempus. Þegar verki er lokið færist það yfir í Payday – sölupöntun og auðvelt er að gera reikning á verkið í Payday.

Starfsmenn skrá í Intempus með GSM símanum sínum, verkstjóri eigandi stýrir síðan Intempus í bakendanum.

Intempus er einfalt og þægilegt og er skýjalausn, það eru um 40.000 notendur sem nota Intempus í dag.

Intempus er á íslensku og getur líka fylgt tungumáli símans fyrir þá notendur sem kjósa annað tungumál en íslensku.

Ef óskað er frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við sölumenn hjá Svar ehf.

Hægt er að hringja í Svar í síma 510-6000 eða senda tölvupóst á [email protected]

Aðrar breytingar og villuleiðréttingar

  • Sækja lista sem er birtur undir Útgjöld (Útgjöld í ár eftir söluaðila og Útgjöld í ár eftir flokkum) yfir á Excel.
  • Sækja lista sem er birtur undir Viðskiptavinir (Topp 5 viðskiptavinir) yfir á Excel. Allir viðskiptavinir fyrir valið tímabil koma þá í Excel skjalið, raðast eftir veltu.
  • Hægt er að velja tímabil fyrir lykiltölur, reikningar og launakeyrslur á mælaborði.
  • Birta upphæðina í plús eða mínus fyrir aftan debet/kredit dálkana í Excel skjalinu fyrir hreyfingalista.
  • Ekki var hægt að bæta greiðslu við á reikning beint eftir að annarri greiðslu var eytt. Ef að greiðslu var eytt af reikning þá þurfti að fara út úr reikningnum og opna hann aftur til að hægt væri að skrá aftur greiðslu á hann því annars kom melding um að greiðsla sé of há.
  • Ef það var bil fyrir framan eða aftan gildið sem var límt í dagsetningu þá varð dagsetningin röng.
  • Mótframlagi í lífeyrissjóð er nú skipt upp í launalista.
  • Myndum sem hlaðið var upp í útgjöld voru oft á hlið og erfitt að skoða.
  • Raða innskattsfærslum í virðisaukaskattsskýrslu eftir dagsetningu.
  • Nú er hægt að fela þjónustuspjallið undir valmyndinni sem kemur ef smellt er að á fyrirtækjanafnið efst til hægri.

Framundan

  • Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum.
  • Afstemming – meiri sjálfvirkni sbr. pörun á útgjöldum, færslur milli eigin reikninga.
  • Bankatengingar við Sparisjóði og Kviku.
  • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar