Við höfum unnið hörðum höndum að því að bæta og þróa Payday svo viðskiptavinir okkar geti nýtt sér tækifærin sem aldrei fyrr.
Noona (Tímatal) samþætting
Búið er að smíða samþættingu við Noona (Tímatal) sem gerir notendum kleift að sækja Payday app í app store í Noona. Með þessari samþættingu er hægt að einfalda ferla til muna. Sölur í Noona (Tímatal) koma beint inn í færslubók í Payday í rauntíma. Tengja þarf saman greiðslumáta við bókhaldslykla og greiðsla bókast þá á réttan greiðslumáta.
Nýjar vísitölur í áskriftarreikningum
Tveim nýjum vísitölum hefur verið bætt við vísitölu neysluverðs sem var fyrir. Það eru vísitala neysluverðs til verðtryggingar og byggingarvísitala.
Endursenda launaseðla
Hægt er nú með einföldum hætti að endursenda launaseðla í tölvupósti fyrir alla starfsmenn í einu undir aðgerðir í launakeyrslu.
Leita eftir tilvísun á útgjöldum í færslubók
Í færslubók er nú hægt að skrifa tilvísun útgjalda í leitarboxið til að auðvelda að finna og flokka útgjöldin.
API uppfærslur: Enn betri tengingar!
Við höfum bætt leitarvirkni API kerfisins okkar fyrir vörur, sem mun auka hraða og skilvirkni fyrir notendur sem nota okkar lausnir til að samþætta vöruleit.
Smáatriðin skipta máli – Ýmsar lagfæringar
- Þú getur nú falið uppsafnað orlof á launaseðlum, svo það truflar ekki yfirlitið þitt
- Vörum bætt við innlestur reikninga úr Excel
- Nú er hægt að uppfæra vörur í gegnum Excel innlestur
- Við lagfærðum stafrófsröðun í áskriftarreikningum
- Ef viðskiptavinur er þegar til í Excel innlestri á viðskiptavinum þá er hann nú uppfærður og notandi látinn vita hversu margir viðskiptavinir í skjalinu voru þegar til
- Leit að viðskiptavinum hefur verið bætt til að auka skilvirkni og hraða
Nýjungar á leiðinni!
- Afstemming – meiri sjálfvirkni með reglum
- Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum
- Innkaupapantanir
Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgangnum sínum.