Uppfærsla: Mars 2023

U

Sölupantanir og afhendingarseðlar

Við höfum fengið margar fyrirspurnir um möguleikann á því að gera sölupantanir og afhendingarseðla. Það er mjög algengt, sérstaklega í smásölu, að pöntunum fylgi afhendingarseðill þannig að hægt sé að yfirfara pöntunina þegar hún berst. Þegar sölupöntun er gerð þá eru vörurnar fráteknar af lagernum og sölupöntunin send á viðskiptavininn í tölvupósti.

Með einföldum hætti er hægt að útbúa reikning út frá sölupöntun og ef einhverjar breytingar eru gerðar þá er birgðastaðan leiðrétt í samræmi við það.

Nánari upplýsingar á hjálpinni.

Söluskýrsla viðskiptavina

Vantar þig upplýsingar um söluna niður á viðskiptavini yfir ákveðið tímabil? Nú er boðið upp á að taka út söluskýrslu viðskiptavina í Excel sem nálgast má undir Viðskiptavinir > Aðgerðir > Söluskýrsla. Skýrslan sýnir kennitölu, nafn, veltu og stöðu á völdu tímabili.

Sniðmát fyrir tölvupósta

Hingað til hefur verið hægt að breyta tölvupósti reiknings við stofnun hans. Núna bjóðum við uppá að breyta sniðmáti tölvupósta almennt hjá þínu fyrirtæki en áfram verður hægt að breyta tölvupóstum fyrir einstaka reikninga.

Til að breyta sniðmátinu þá er farið undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar og neðst á þeirri síðu getur þú breytt tölvupóstinum og aðlagað hann betur að þínum viðskiptavinum.

Bankaafstemming

  • Ef lýsing á bankafærslu við innlestur lítur út fyrir að vera kennitala er flett upp í þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá og nafn aðilans sett sem lýsing á bankafærslunni.
  • Ef greiðsla á reikning með kröfu var skráð í gegnum sjálfvirkan innlestur á færslum úr banka þá gat verið mismunur á upphæðinni á bankafærslunni og eftirstöðvunum á reikningnum en oftast er greiðslan lægri en eftirstöðvarnar vegna þess að Payday fær upplýsingar um hærri dráttarvexti þótt það sé búið að greiða kröfuna. Núna er passað upp á að réttar upphæðir séu bókaðar.
  • Nú er komið í veg fyrir að hægt sé að velja bankareikninginn sjálfan sem verið er að vinna með þegar verið er að skrá nýja færslu undir Annað.
  • Nú eru bankareikningar merktir með ákveðnum lit þannig að augljóst sé hvaða bankareikning færslan sem verið er að vinna með tilheyrir.
  • Leit að færslum í afstemmingu hefur verið bætt til að gera hana hraðvirkari.
  • Ef tveir starfsmenn voru með nákvæmlega sömu laun útborgað og það var búið að para bankfærsluna fyrir annan þeirra þá kom færslan fyrir þann seinni ekki upp þegar smellt er á Laun nema “Bara óparað” var sett á Nei.

Aðrar breytingar og villuleiðréttingar

  • Birta hvort reikningur hafi verið sendur rafrænt í yfirliti. Tákn birtist nú lengst til hægri í listanum sem segir til um hvort reikningurinn var sendur rafrænt.
  • Í sögu reiknings birtist núna hvenær rafrænn reikningur var sendur.
  • Áður var nauðsynlegt að velja hvort leitað var eftir fyrirtæki eða einstaklingi við leit í fyrirtækja- og þjóðskrá. Nú er rétt tegund valin sjálfkrafa út frá kennitölunni sem slegin er inn.
  • Flýtilyklar fyrir stofna aðgerðir t.d. stofna útgjöld, reikninga o.s.frv. Sjá nánar um flýtilykla í Payday.
  • Til að aðskilja netföng er nú mögulegt að setja bil á milli netfanga. Áður hefur verið hægt að nota kommu eða semíkommu en núna virkar bil sömuleiðis.
  • Leit í færslubók og útgjöldum eftir fylgiskjalanúmeri hefur verið bætt. Nú er mögulegt að leita með forskeyti eða hluta af fylgiskjalsnúmeri.
  • Þegar smellt var á enter í tilvísunarreit í útgjöldum, reikningum og sölureikningum þá var “Stofna” aðgerðin framkvæmd ásamt því að tilvísunarnúmerið vistaðist ekki. Komið hefur verið í veg fyrir að þetta sé hægt.

Framundan

  • Payday greiðslur – t.d. taka á móti greiðslum með kreditkorti.
  • BookingFactory samþætting.
  • Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum.
  • Afstemming – meiri sjálfvirkni sbr. pörun á útgjöldum, færslur milli eigin reikninga.
  • Bankatengingar við Sparisjóði og Kviku.
  • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.
  • Bókhaldspakkar – hægt að kaupa skattframtal, ársreikning og mánaðarlega bókhaldsþjónustu.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar