Uppfærsla: Júlí 2024

U

Birgðakerfi

Vörukerfið hefur verið uppfært til að halda utan um birgðir og birgðaverðmæti. Við innkaup er færsla á kostnaðarverð og birgðaverðmæti færð til bókar. Við sölu verður til gjaldfærsla sem nemur kostnaðarverði varanna sem seldar voru.

Nánari upplýsingar

Afstemming á kreditkortum

Nú er hægt að afstemma kreditkort í afstemmingu líkt og bankareikninga. Nýju kreditkorti er bætt við undir Stillingar > Fyrirtæki > Banki > Kreditkort.

Excel skjali frá bankanum hlaðið upp í afstemmingu og þá er hægt að stemma af allar kreditkortafærslur. Þá er mun þægilegra að sjá hvort allar færslur á kreditkort séu bókaðar og að það stemmi. Framundan er svo að sækja kreditkortafærslur beint frá bankanum líkt og í bankaafstemmingu.

Prófjöfnuður

Formerki í prófjöfnuði koma nú rétt út bæði í kerfinu sem og ef prófjöfnuður er tekinn út á Excel eða PDF. Áður voru tekjur að koma sem + (plús) en skila sér núna sem – (mínus) eins og þær ættu frekar að gera.

Uppsafnað orlof á launaseðlum

Á launaseðla kemur nú fram orlof sem safnað var upp þennan mánuðinn sem og orlof sem starfsmaður á uppsafnað í heild. Starfsmaður hefur þá betri yfirsýn yfir sitt uppsafnaða orlof hverju sinni.

API

Reikningar

Nú er hægt að stofna reikninga í drögum og vinna áfram með þá í gegnum API. Þetta er sams konar virkni og er nú þegar í boði fyrir sölupantanir og útgjöld.

Útgjöld

Þegar útgjöld eru stofnuð er nú boðið upp á að senda viðhengi með sem eru þá hengd við útgjöldin. Sömuleiðis er nýr endapunktur nú í boði þar sem hægt er að senda eingöngu viðhengið og það er þá lesið inn á sama hátt og þegar þú sendir reikninga beint á kerfið í gegnum tölvupóst eða með því að hlaða upp skjali. Skjalið er einnig OCR lesið og helstu upplýsingar lesnar út úr skjalinu, þ.e. dagsetning, söluaðili, heildarupphæð og VSK.

Nánari upplýsingar

Aðrar breytingar og villuleiðréttingar

  • Sniðmát fyrir færslu í dagbók til að gera upp VSK tímabil ef VSK skýrsla var send inn handvirkt (Dagbók > Aðgerðir > Bæta við færslu > Bóka VSK uppgjör).
  • Nú er hægt að afrita reikning inn í nýtt tilboð eða sölupöntun.
  • Sjálfgefnar athugasemdir á launaseðla sem hægt er að stilla hjá öllum eða hjá hverjum starfsmanni fyrir sig.
  • Með einföldum hætti er hægt að fela kreditreikninga og kreditfærslur í yfirliti reikninga.
  • Sækja bankafærslur í afstemmingu á ákveðnu tímabili.
  • Stuðningur við Kardio fyrir innlestur á kortafærslum í útgjöld.

Framundan

  • Samþætting við Noona.
  • Fleiri vísitölur fyrir áskriftarreikninga, þ.e. byggingavísitala og vísitala neysluverðs til verðtryggingar.
  • Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum.
  • Afstemming – meiri sjálfvirkni með reglum.
  • Innkaupapantanir.

Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar