Lykiltölur í rekstraryfirliti á mælaborði
Nýjar lykiltölur úr rekstrinum eru nú aðgengilegar í rekstraryfirliti á mælaborði.
- Hagnaðarhlutfall segir til um hlutfall hagnaðar af rekstrartekjum (Hagnaður/Tekjur).
 - Tekjur per starfsmann er heildarvelta á hvern starfsmann (Tekjur/Starfsmannafjöldi að meðaltali yfir tímabilið).
 - Veltufjárhlutfall sýnir hæfi fyrirtækis til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur næstu tólf mánuði. Þarf helst að vera >1 (eða 1:1) og því hærra því betra (Veltufjármunir/Skammtímaskuldir).
 - Innra virði endurspeglar innra virði hlutabréfa samkvæmt efnahagsreikningi (Eigið fé/Hlutafé).
 - EBITDA sýnir hagnaður áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.
 
RSK 1.04 innlestur í framtal
Til að einfalda skattframtalsgerð höfum við bætt við möguleikanum á að sækja skrá (RSK 1.04) sem hægt er að lesa beint inn í framtalið hjá Skattinum.
Þessa skrá má nálgast undir Bókhald → Prófjöfnuður → Aðgerðir → RSK 1.04.
Annað
- Hreyfingalisti birtir lýsingu á færslu eins er gert er við færslur í færslubók, t.d. Tekjuskattur við Ógreidd staðgreiðsla og Tryggingagjald fyrir bókun á launakeyrslu.
 - Staða | Samtölur á mælaborði sýna nú sjálfgefið tölur fyrir “Síðustu 12 mánuði”.
 
Payday API
- Reikningar – þegar reikningar eru stofnaðir þá er hægt að bæta viðhengjum við reikninginn.
 
Framundan
- Aðgangsstýringar notenda
 - Sölupantanir/afgreiðsluseðlar
 - Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
 - Dagbók – útgáfa 2
 - Payday greiðslur – t.d. taka á móti greiðslum með kreditkorti
 
