Launakerfi
Mun meiri sveigjanleiki er nú komin í launakerfið. Hægt er að velja um að skilagreinar (staðgreiðslu og lífeyrissjóða) séu sendar á eindaga, sendar strax, velja dagsetningu eða að skilagrein sé ekki send. Sömuleiðis hefur verið opnað fyrir að hægt sé að gera launakeyrslur aftur tímann.
Breyta tölvupóst fyrir reikninga
Tölvupósturinn sem sendur er með reikningum hefur hingað til verið staðlaður en núna er hinsvegar hægt að breyta honum að vild.
Samþætting við Advise
Með tengingu við Advise getur þú aukið aðhald í rekstrinum. Stjórnendur fá myndræna yfirsýn yfir lykiltölur reksturs með mælaborði Advise. Einföld “drag and drop” virkni sem gerir þér kleift að breyta og bæta við gröfum, KPI kortum og því sem þú vilt hafa og fylgjast með.
Fagaðilar
Vantar þig hjálp með bókhaldið? Það getur verið gagnlegt að hafa hæfan fagaðila á bak við sig. Þess vegna höfum við tekið saman yfirlit yfir þá fagaðila sem þegar þekkja Payday, svo þú getur fengið faglega aðstoð þegar þú þarft á henni að halda.
Annað
- Þegar reikningur er sendur á erlendan aðila í íslenskum krónum kemur nú ISK við upphæðir í stað kr. Þetta var að valda misskilningi hjá erlendum aðilum þar sem gjaldmiðillinn er sömuleiðis króna.
- Fleiri flýtilyklum hefur verið bætt í dagbókina til að flýta fyrir vinnslu. Nú er hægt að nota F (fjárhagur), L (Lánardrottinn) og V (Viðskiptavinur) á lyklaborði til að velja tegund færslu. Sömuleiðis þegar verið er að leita eftir bókhaldslykli þá er hægt að nota tab til að velja niðurstöðu.
Framundan
- Afstemming – meiri sjálfvirkni
- Payday API – Áskriftarreikningar, tilboð, vörur o.fl.
- Meiri sveigjanleiki varðandi skil á VSK
- Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
- Dagbók – útgáfa 2