Aðgangsstýringar
Þremur nýjum hlutverkum hefur verið bætt við til að stýra aðgangi notenda.
Launafulltrúi: Hefur takmarkaðan aðgang að launatengdum aðgerðum sbr. starfsmönnum, launavinnslu og skýrslum.
Bókari: Hefur fullan aðgang en getur ekki stofnað nýja notendur eða breytt áskrift.
Uppgjör: Hefur fullan aðgang en getur ekki unnið með laun, stofnað nýja notendur eða breytt áskrift.
Bankatenging fyrir Sparisjóðina og Kviku
Nú er hægt að tengja Sparisjóðina og Kviku við Payday til að sækja færslur af reikningum, stofna kröfur og margt fleira. Við erum því komin með tengingar við alla banka á Íslandi að Indó undanskildum en vonandi munu þau bjóða upp á slíkar tengingar fljótlega.
Lesa meira um bankatengingar og kröfustofnun.
Öflugri innlestur á reikningum og útgjöldum
Við höfum tekið í notkun nýja lausn frá Visma Machine Learning fyrir innlestur á reikningum og kvittunum. Visma ML teymið hefur lagt mikið á sig til að lágmarka vinnslutímann og er ein hraðvirkasta ML lausnin fyrir Document AI á markaðnum. Þessi lausn skilar mun betri niðurstöðum úr lestri á skjölum og sparar viðskiptavinum Payday dýrmætan tíma!
Við hlökkum til að gera fleiri ferla sjálfvirka hjá okkur og erum nú þegar byrjuð að skoða Autosuggest lausnina frá Visma ML. Þar sjáum við gríðarlega mikla möguleika á að sjálfvirknivæða t.d. bankaafstemminguna í Payday.
tilkynning þegar rafrænn reikningur er móttekinn
Rafrænir reikningar berast sjálfkrafa inn í Payday í Útgjöld. Nú er hægt að velja að fá tilkynningu senda á tölvupósti þegar nýr reikningur berst og þannig missir þú ekki af neinu. Virkja þarf þessa stillingu sérstaklega undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar með því að haka þar við “Fá tilkynningu þegar rafrænn reikningur er móttekinn“.
Birta viðhengi fyrir móttekna rafræna reikninga
Einn vinsælasti eiginleikinn í útgjöldum er að sjá strax reikninginn sem hlaðið var upp í Payday. Þetta var ekki í boði fyrir rafræna reikninga en nú hefur verið bætt úr því.
Senda skilagreinar handvirkt
Eftir að 7 dagar eru liðnir frá því að launakeyrsla var stofnuð þá hættir Payday að reyna að senda inn skilagreinar sjálfvirkt. Eftir þann tíma er hægt að keyra skilagreinar inn handvirkt undir Yfirlit >Staðgreiðsla/Lífeyrissjóðir/Stéttarfélög með því að smellt á punktana þrjá við skilagreinina og velja “Senda núna”.
Staða viðskiptavina og hreyfingalisti í yfirliti
Greiðslustaða viðskiptavina er birt á yfirliti viðskiptavina ásamt því að hægt er að nálgast hreyfingalista beint úr því yfirliti. Þetta styttir skrefin og gerir yfirsýnina enn betri!
API viðbætur
Mun fleiri breytur eru nú í boði þegar þú sækir lista yfir reikninga í gegnum API. Hægt er að sía listann eftir t.d. dagsetningu reiknings, stöðu og leitarorði. Sömuleiðis hefur verið bætt við niðurstöðurnar lykiltölum fyrir listann sem þú ert að sækja sbr. samtala greiddra og ógreiddra reikninga.
Sjá nánar í API docs
Nýjum endapunkti bætt við til að sækja upplýsingar um fyrirtæki sem API notandinn er auðkenndur inná.
Sjá nánar í API docs
Samþætting við Bemar og Beds24 bókunarkerfi
Um Bemar samþættinguna
Samþætting við Bemar (https://bemarbooking.eu) felst í því að setja upp API tengingu milli Bemar og Payday.
Helstu eiginleikar viðbótarinnar:
Í hádegi á komudegi gestsins bíður fullfærður reikningur í Payday með öllum upplýsingum, allt ferlið sjálfvirkt.
Payday reikningar skrást á kennitölur ferðaskrifstofa og tilvísunarnúmer bókunar koma fram á Payday reikning.
Til að fá þitt Bemar bókunarkerfi samtengt Payday bókhaldskerfi vinsamlega hafðu samband, [email protected]
Um Beds24 samþættinguna
Samþætting við Beds24 (https://beds24.com) felst í því að setja upp API tengingu milli Beds24 og Payday.
Helstu eiginleikar viðbótarinnar:
Í hádegi á komudegi gestsins bíður fullfærður reikningur í Payday með öllum upplýsingum, allt ferlið sjálfvirkt.
Payday reikningar skrást á kennitölur ferðaskrifstofa og tilvísunarnúmer bókunar koma fram á Payday reikning.
Til að fá þitt Beds24 bókunarkerfi samtengt Payday bókhaldskerfi vinsamlega hafðu samband, [email protected]
Nánari upplýsingar um samþættinguna
Aðrar breytingar og villuleiðréttingar
- Saga launakeyrslu er nú aðgengileg þar sem þú getur t.d. séð hver stofnaði launkeyrslu, hver bókaði hana og hvort greiðslubunki hafi verið stofnaður.
- Nýjum reitum bætt við lánadrottinn t.d. heimilisfang og netfang.
- Nú er hægt að nálgast hreyfingalista og stofna ný útgjöld beint frá lánadrottni.
- Dálkum fyrir GLN númer, kostnaðarstöð, nafn og seðilnúmer bætt við Excel skjal reikninga.
- Aukaupplýsingar á línum rafrænna reikninga eru nú lesnar inn í athugasemdir á útgjöldum.
- Aðgerð til að stofna greiðslubunka eftir á birtist nú strax við stofnun launakeyrslu.
- Komið í veg fyrir að reglur við innlestur á útgjöldum séu ekki yfirskrifaðar.
- Komið í veg fyrir að eindagi á reikning detti út þegar viðskiptavinur er valinn.
- Tekið á krónumismun í bókun á greiðslu á reikning í erlendri mynt.
- Lokað á að hægt sé að stofna sama bankareikning tvisvar.
Payday fyrir Fagaðila
Framundan
- Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum.
- Afstemming – meiri sjálfvirkni sbr. pörun á útgjöldum, færslur milli eigin reikninga.
- Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.
- Ný útgáfa af Shopify og WooCommerce viðbótum Payday sem inniheldur m.a. flutting á eldri pöntunum yfir í Payday og samþætting vara.
Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.