Shopify, bókhald, reikningar og Payday API

S

Samþætting við Shopify


Þegar pöntun er gerð í Shopify þá skráist viðskiptavinur inn í Payday út frá netfangi eða kennitölu viðskiptavinar. Reikningur er svo stofnaður í Payday þegar pöntun er gerð í Shopify og bókaður á viðeigandi bókhaldslykil. Valmöguleiki er að senda reikning á tölvupósti þegar reikningur er stofnaður.

Nánari upplýsingar um Shopify tenginguna má finna inná hjálpinni okkar.

Bókhald

  • Launaframtal (sem er partur af framtali lögaðila) er hægt að nálgast undir Yfirlit -> Launamiðar -> Launaframtal.
  • VSK sundurliðun (sem er partur af framtali lögaðila) er hægt að nálgast undir Yfirlit -> Virðisaukaskattur -> VSK sundurliðun.
  • Uppsetning á prentútgáfu af færslum í færslubók og bókhaldslyklum hefur verið endurbætt.
  • Ef viðskiptavinur og lánardrottinn er valinn í hreyfingalista þá er viðeigandi bókhaldslykill valinn sjálfkrafa.
  • Öll viðhengi sem tengjast færslum eru nú aðgengileg þegar þú skoðar færsluna í færslubók. Sömuleiðis birtist númer bókhaldslykils fyrir hverja línu í færslu.

Reikningar

  • Til að flýta fyrir vinnslu þá er nú hægt að handslá dagsetningar þegar reikningar, tilboð, áskriftarreikningar og útgjöld eru stofnuð. Þannig má t.d. slá inn 150321 í dagsetningar reitinn í staðinn fyrir að velja úr dagatali.
  • Ferlið til að kreditfæra reikninga hefur verið einfaldað til muna, hvort sem um er að ræða greiddan eða ógreiddan reikning.
  • Þegar krafa á bakvið reikning er felld niður þá helst notandi áfram á reikningnum í staðinn fyrir að vera sendur á yfirlit reikninga. Lítil breyting en flýtir fyrir þar sem næsta skref hjá flestum er yfirleitt að merkja reikninginn sem greiddan.
  • Á sama hátt og hægt er að sækja alla reikninga yfir í Excel getur þú sótt alla áskriftarreikninga yfir í Excel.

Payday API

Mikið hefur bæst við forritaskilin (e. API) okkar undanfarið. Okkar markmið er að flestar aðgerðir í Payday séu aðgengilegar í gegnum API.

  • Expense API – Skrá/breyta/eyða útgjöldum, sækja færslur og viðhengi.
  • Payroll API – Skrá/breyta/eyða starfsmönnum, sækja starfsmenn og lífeyrissjóði.
  • Accounting API – Sækja bókhaldslykla, lánardrottna og hreyfingalista

Nánari upplýsingar um Payday API

Annað

  • Þegar starfsmaður er settur upp í launkerfinu er nú hægt að tilgreina hvernig meðhöndla skuli orlof. Val er um að orlof sé uppsafnað, greitt út eða lagt inná banka.
  • Þegar unnið er með lista í Payday sbr. reikninga þá helst staðan á listanum þegar þú flakkar á milli síðna eins og þú stilltir honum upp t.d. eftir því hvernig þú raðar honum eða leitarskilyrðum sem slegin voru inn.
  • Nú er einfalt að bæta við áskriftum beint inn úr Payday. Þú bætir við nýrri áskrift undir Stillingar -> Áskrift -> Ný áskrift.

Framundan

  • Payday Bókhald – bankaafstemming
  • SalesCloud samþætting – tengdu POS kerfi við bókhaldið
  • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
  • Móttaka á rafrænum reikningum

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar