Rafræn skil á ársreikningi fyrir örfélög

R

Þær breytingar hafa orðið hjá RSK að örfélög geta nú útbúið ársreikning út frá innsendu skattframtali og sent til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra beint af www.skattur.is

Ekki þarf aðkomu endurskoðanda eða skoðunarmanns við gerð slíks ársreiknings.

Örfélag er félag sem fer ekki fram úr tveimur af þremur stærðarmörkum sem eru:

  1. heildareignir: 20 millj. kr.,
  2. hrein velta: 40 millj. kr. og
  3. meðalfjöldi ársverka á reikningsári: 3 starfsmenn

Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga sem erum með sinn rekstur í einkahlutafélagi því þau falla í lang flestum tilfellum undir þessa skilgreiningu.

Nánari upplýsingar má finna inná upplýsingavef RSK
https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/arsreikningaskra/hnappurinn/hnappurinn-rafraen-skil-a-arsreikningum

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar