Payday verður hluti af Visma fjölskyldunni

P

Kæru viðskiptavinir!

Í dag er stór dagur! Frá og með deginum í dag er Payday orðið hluti af Visma fjölskyldunni. Visma er gríðar öflugt vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem upphaflega var stofnað í Noregi. Með kaupum Visma á Payday hefur fyrirtækið starfsemi á öllum Norðurlöndunum.

Þökk sé ykkur, viðskiptavinum okkar, og ykkar gagnlegu ábendingum höfum við náð að þróa vöruna áfram þannig að sífellt fleiri hafa valið Payday. Þessi vöxtur auk virkninar og viðmótsins sem þið þekkið, vakti athygli Visma, varð upphafið að góðu samtali sem hefur nú borið þennan ávöxt.

Visma er að kaupa Payday vegna þess að þau, eins og við, hafa trú á vörunni. Þau hafa líka trú á þéttum stuðningi og góðri þjónustu eins og við höfum kappkostað að veita.

Við viljum taka sérstaklega fram að við, stjórnendur og stofnendur, munum starfa áfram fyrir félagið, en í dag, munum við öll njóta þess að vera hluti af stærri fjölskyldu en áður, Visma fjölskyldunni.

Frá stofnun höfum við unnið að því að létta líf viðskiptavina og við munum vinna áfram að því hörðum höndum!

Takk fyrir að nota Payday!

Björn Hr. Björnsson, framkvæmdastjóri og Payday teymið

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar