Payday Laun og WooCommerce

P
Payday Laun og WooCommerce

Eftirfarandi nýjungar bættust við Payday við síðustu uppfærslu.

Payday Laun – launakeyrslur í vinnslu


Þegar þú byrjar að vinna í launakeyrslu þá vistast hún sjálfkrafa þannig að þú getur alltaf farið til baka í launakeyrsluna og breytt áður en hún er stofnuð. Þessi nýjung einfaldar launavinnsluna til muna og gerir þér kleift að vinna launakeyrsluna yfir lengra tímabil.

Launagreiðslur-Payday.png

WooCommerce tenging


Fyrsta útgáfa af WooCommerce viðbótinni í Payday er komin út. Þegar pöntun er gerð í vefverslun þinni þá stofnast sjálfkrafa reikningur í Payday og er bókaður í bókhaldið. Hægt er að kynna sér þessa viðbót á hlekknum hér að neðan eða með því að hafa samband við okkur.

Aðrar minni breytingar og lagfæringar

  • Netfang og heimilisfang er núna valkvætt á viðskiptavin
  • Þegar launakeyrsla er gerð á 0 kr þá skila Payday inn núll skýrslu fyrir það launatímabil.
  • Vantar prefix á fylgiskjalsnúmer í Excel og PDF export á færslubók
  • Bakfærslur í hreyfingalista og færslubók eru merktar sértaklega í excel/pdf listum
  • PDF reikningur er sóttur á sama tungumáli og er stillt á viðskiptavin
  • Greiðsla á útborguðum launum er bókuð sjálfvirkt þegar greiðslubunki er staðfestur
  • Hægt er að velja hvaða forskeyti er notað á dagbókarfærslur
  • Staða lánardrottna birtist núna í lánadrottnalista

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar