Payday, hentar það mínu fyrirtæki?

P

Þegar kemur að rekstri er mikilvægt að hafa gott kerfi til að aðstoða sig við utanumhald og yfirsýn.

Payday er mjög einföld, en öflug lausn sem einfaldar þér reikningagerð, launagreiðslur, bókhald og skil á opinberum gjöldum. Kerfið er sérstaklega sniðið að þörfum sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. En hvað þýðir það?

Einstaklingar

Payday hentar einstaklingum í rekstri sérstaklega vel þar sem það er ódýrt, notendavænt og hægt að sníða vel að sínum þörfum. Þú greiðir til dæmis einungis 2% af veltu fyrirtækisins þegar þú nýtir þér minnstu áskriftarleið Payday. Það þýðir að ef veltan er 100.000 kr. þá greiðir þú 2.000 kr. + vsk á mánuði fyrir Payday, en samt aldrei meira en 9.900 kr. + vsk á mánuði.

Payday kerfið er með því einfaldasta á markaðnum í dag. Payday er hannað til að aðstoða þig og leiða þig áfram á öllum sviðum, hvort sem það sé til þess að muna eftir virðisaukaskattskilum eða að senda reikninga. Kerfið býður líka upp á ýmsa möguleika eins og að senda fyrir þig mánaðarlega reikninga (áskriftarreikninga) sem geta verið vísitölutengdir, þessi möguleiki einfaldar töluvert fyrir t.d. einstaklinga sem leigja út fasteignir. Einnig býður kerfið upp á samþættingu við önnur kerfi eins og Shopify og WooCommerce, svo eitthvað sé nefnt, sem gerir utanumhald yfir birgðarstöðu einfaldari. Þetta gagnast oft einstaklingum með litla verslun/netverslun eða sölu á minniháttar þjónustu og þess háttar einstaklega vel.

Við mælum því hiklaust með Payday fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, sama hvort notkunin sé mikil og regluleg eða lítil og jafnvel bundin tímabilum/árstíðum.

Lítil fyrirtæki

Fyrir lítil fyrirtæki er Payday einnig einstaklega hentugt. Utanumhald yfir launagreiðslur til starfsfólks hafa aldrei verið einfaldari. Payday minnir þig á launagreiðslurnar, sér um að stofna greiðslubunka í heimabanka, senda launaseðla í heimabanka og senda inn skilagreinar til lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Payday tekur af stjórnendum áhyggjur og skapar mikla yfirsýn þegar það eru margir boltar á lofti og hjálpar þér að passa upp á að ekkert gleymist í rekstrinum.

Payday lætur þig vita af dögum sem vert er að muna, t.d. hvenær þarf að senda inn VSK skýrslu, launa- og verktakamiða og þvíumlíkt.

Bókhaldskerfi Payday kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil fyrirtæki þar sem það er einfalt í notkun og þykir flestum mjög auðvelt að læra á það. Auðvelt er að finna leiðbeiningar um t.d. alla helstu bókhaldslyklana, ásamt kennslumyndböndum á bæði heimasíðu og YouTube rás Payday. Einnig er hægt að taka á móti og senda rafræna reikninga, senda tilboð á viðskiptavini beint úr Payday og tengjast beint við önnur kerfi til að vera alltaf með nýjustu tölur. Kerfið heldur svo utan um þetta allt saman og með auðveldum hætti er hægt að finna þær lykiltölur sem skipta máli fyrir þig til að sjá gang reksturs eins og hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvað þú greiðir í skatt.

Meðalstór fyrirtæki

Payday er frábær lausn fyrir meðalstór fyrirtæki. Utanumhald yfir starfsfólk á launaskrá, launatengd gjöld og kostnað tengdan starfsfólki er skýr og yfirsýnin góð. Skilagreiðslur til lífeyrissjóða og stéttarfélaga, orlof, launaseðlar beint í heimabankann og sjálfvirkir greiðslubunkar eru eiginleikar sem auðvelda stjórnendum mikið og er mikill tímasparnaður.

Margir fagaðilar notast við Payday fyrir sína viðskiptavini og inni á heimasíðu okkar höfum við tekið saman yfirlit yfir þá fagaðila sem þekkja Payday, svo einfalt sé að fá faglega aðstoð þegar þú þarft á henni að halda eða vilt skapa meira svigrúm.

Kostir kerfisins eins og sjálfvirk skil á VSK skýrslum, tilboðsgerð, áskriftarreikningar, rafrænir reikningar og einfalt bókhaldskerfi halda áfram að veita þá yfirsýn sem þarf í heilbrigðan rekstur meðalstórra fyrirtækja og veita stjórnendum það svigrúm sem þeir þurfa til að sinna öðrum mikilvægum verkefnum.

Payday fyrir alla

Engin stærðartakmörkun er á fyrirtækjum sem geta nýtt sér Payday og mælum við eindregið með Payday fyrir alla sem eru í leit að einfaldri og árangursríkri leið til að halda utan um sinn rekstur, sama í hvaða stærðarflokki hann er. Einnig bjóðum við öllum að prófa Payday frítt í 30 daga. Þannig er hægt að prófa og sjá hvort Payday sé rétta lausnin fyrir þinn rekstur.

Inni á heimasíðu Payday erum við með spjallborð og tökum þar á móti spurningum og aðstoðum gjarnan ef þess er óskað, einnig er hægt að senda póst á [email protected]

Aðrir nytsamlegir staðir sem gott er að vita af:
hjalp.payday.is
Payday á Facebook og Instagram
Payday Youtube channel

Einnig eru fagaðilar um land allt sem vinna með Payday kerfið og veita glaðir þjónustu eða ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga í rekstri.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar