Janúar uppfærsla

J

ÚTGJÖLD

Útgjalda kerfið hefur fengið nýtt útlit og virkni kerfisins verið bætt til muna í samræmi við ábendingar frá notendum. Á yfirlitssíðu koma fram lykiltölur sbr. heildarútgjöld ársins, útgjöld eftir söluaðila og flokkum. Einnig er nú hægt að leita og raða útgjaldalistanum eins og hver og einn viðskiptavinur vill sjálfur. Skráning útgjalda hefur fengið svipað útlit og reikningar þannig að núna er einfalt að bæta við fleiri línum og hægt að skrá inn upphæðir með eða án vsk. Þá lærir Payday hvernig þú flokkar ákveðin útgjöld og einfalda þannig alla skráningu í framhaldinu.

Fleiri nýjungar eru væntanlegar í útgjöldum fljótlega t.d. skönnun á kvittunum og PDF skjölum.

TILBOÐ OG ÁSKRIFTARREIKNINGAR

Nú er mögulegt að senda tilboð og áskriftarreikninga í erlendum gjaldmiðlum. Einnig er hægt að velja hvort tilkynning er send með tölvupósti á viðskiptavini og breyta á hvaða netföng er sent.

AÐRAR MINNI BREYTINGAR OG LAGFÆRINGAR

 • Nú er hægt að skoða lykilorð fyrir t.d. veflykla og lífeyrissjóði
 • Ýmsar lagfæringar á Payday bókhald (BETA)
 • Aukið öryggi við innskráningu með reCAPTCHA

FRAMUNDAN

 • Payday Bókhald – meiri sjálfvirkni
 • Payday Laun – sjálfstætt launakerfi fyrir öll fyrirtæki
 • Skönnun á reikningum sbr. lesa pdf eða mynd og færa beint í útgjöld
 • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
 • Sölupantanir – tengt vörukerfinu og einfalt að breyta í reikninga
 • Aðgangsstýringar – margir notendur, innskráning með rafrænum skilríkjum og two factor authentication (2FA)
 • Tengingar við vefverslanir sbr. Shopify og WooCommerce
 • Rafræn skjöl í netbanka fyrir t.d. launaseðla og reikninga
 • Meiri Payday API virkni

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar