Ég ætla að stofna fyrirtæki. Hvað á ég að gera?”

É

Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að stofna fyrirtæki er í mörg horn að líta. Daglegur rekstur er að jafnaði skemmtilegur og fjölbreyttur en getur líka verið krefjandi á tímum. Mikilvægt er að gæta að ákveðnum lykilþáttum í upphafi svo fyrirtæki nái að vaxa og dafna til frambúðar. Hér höfum við tekið stuttlega saman skref fyrir skref hvað gott er að hafa í huga þegar á að stofna fyrirtæki.

Val á rekstrarformi

Mikilvægt er að vanda val á rekstrarformi, sumum hentar vel að stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu, en algengast er að einkahlutafélag sé stofnað utan um atvinnustarfsemi. Ábyrgð eiganda og skattlagning er ólík eftir rekstrarformi og því getur verið gott að ráðfæra sig við fagaðila þegar kemur að vali rekstrarforms.

Frekari upplýsingar um mismunandi rekstrarform er að finna hér.

Nafn fyrirtækis

Einkahlutafélag er hægt að stofna með rafrænum hætti á þjónustuvef skattsins og tekur ekki nema um nokkra daga. Hlutafé þarf að greiða við stofnun fyrirtækja og er lágmarks upphæð við stofnun einkahlutafélags 500.000kr, en þá upphæð þarf að leggja inn á reikning sem stofnaður er í nafni fyrirtækisins eða hafa eignir sem metnar eru fyrir þeirri fjárhæð sem þarf að vera til staðar. Jafnframt þarf að greiða stofngjald til Ríkisskattstjóra að upphæð 131.000 kr.

Frekari upplýsingar um skráningu og stofnun einkahlutafélaga hjá rsk.

Bókhald og reikningsskil

Skylt er að færa bókhald fyrirtækis – hvert sem rekstrarformið er. Tilkynna skal til skattayfirvalda og standa skil á greiðslu virðisauaskatts eins og við á. Fyrirtæki greiðir tryggingagjald og önnur launatengd gjöld til ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og lífeyrissjóða eins og við á, sem og að standa skil á rekstratengdum sköttum og gjöldum.

Gott er að nýta bókhaldskerfi til að halda utanum reksturinn fyrir þig, þar koma inn áreiðanleg kerfi eins og Payday sem einfaldar þér hlutina.

Aðrir praktískir hlutir

Aðrir hlutir sem ber að hafa í huga gætu til að mynda verið verkáætlun, starfsleyfi, samningagerð við þjónustuaðlia á sviði tæknimála og þegar við á leiga eða kaup á starfsstöð. Einnig er mikilvægt að vanda valið á viðskiptabanka út frá þörfum fyrirtækis, sérstaklega ef fyrirtækið krefst fjármögnunar.

Gangi þér vel – Payday

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar