Desember uppfærsla

D

Núna í desember tókum við stórt skref með þjónustu Payday þegar við settum fyrstu útgáfu af Payday Bókhald (BETA) í gagnið.  Við erum gríðarlega spennt að kynna fyrir ykkur bókhaldskerfi sem við hönnuðum með það til hliðsjónar að vera í senn einfalt, sjálfvirkt og á mannamáli. Í uppfærslunni fylgdi einnig með ýmislegt góðgæti sem gerir Payday ennþá einfaldara og  betra 😊

Starfsfólk Payday óskar ykkur gleðilegrar hátíðar og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Við hlökkum til spennandi árs 2020! ✨

Payday bókhald (BETA)

Í BETA útgáfu Payday Bókhalds er fyrst og fremst einblínt á grunnvirkni í bókhaldi ásamt því að bóka sjálfkrafa færslur fyrir þær aðgerðir sem gerðar eru sbr. reikningar, útgjöld, launagreiðslur og vsk skil. Við bjóðum þeim sem áhuga hafa að sækja um að taka þátt í BETA prófunum með okkur að sendu póst á hjalp@payday.is

Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar aðgengilegar núna í þessari útgáfu eru eftirfarandi:

 • Bókhaldslyklar
 • Dagbók
 • Færslubók
 • Hreyfingalisti
 • Lánardottnar
 • Efnahagsreikningur
 • Rekstrarreikningur


Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta fyrsta útgáfa af Payday Bókhald en hér fyrir neðan eru atriði sem eiga eftir að koma næstu útgáfum:

 • Bankaafstemming
 • Sjálfvirkur innlestur á bankafærslum (debet og kredit í gegnum B2B þjónustur bankanna)
 • Fleiri skýrslur sbr. prófjöfnuður o.fl.
 • Móttaka rafrænna reikninga

Greiðslur á reikningum

Þegar reikningur er handvirkt skráður sem greiddur er nú hægt að skrá hluta af greiðslu og sömuleiðis inn á hvaða reikning greiðslan kom. Hægt er að skrá marga bankareikninga undir Stillingar -> Fyrirtæki -> Banki.

Greiðslur á útgjöldum

Þegar útgjöld eru skráð þá getur þú nú valið dagsetningu greiðslu og greiðslumáta. Greiðslumáti getur t.d. verið bankareikningur eða kreditkort.

Skráning söluaðila

Í tengslum við skráningu útgjalda þá er núna hægt að skrá söluaðila með því að fletta upp í þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá. Þegar útgjöld eru skráð með því að hlaða inn skjali úr netbanka þá eru söluaðilar stofnaðir sjálfkrafa.

Bókunarfærslur launa

Með einföldum hætti er nú mögulegt að sækja bókunarfærslur launa til að lesa inn í bókhaldskerfi. Þessi skrá er sótt með því að fara inn í launakeyrslu viðkomandi mánaðar og smella á “Sækja færslur”.

Rafrænir reikningar

Þegar rafrænir reikningar eru gerðir þá er hægt að skrá bókunarupplýsingar sem viðskiptavinur þinn gæti beðið um að fylgdu með rafræna reikningnum. Hjá Reykjavíkurborg eru þessar upplýsingar fyrirfram skilgreindar og þú þarft því ekki að skrá þær inn.

Aðrar minniháttar breytingar  og lagfæringar

 • Stýring á lengd athugasemda texta á reikningum til að koma í veg fyrir að PDF líti illa út
 • Leyfa gjaldaga og eindaga aftur í tímann ef engin krafa er á bakvið reikninginn
 • Möguleiki að skrá marga bankareikninga

Framundan 2020

 • Payday Bókhald – meiri sjálfvirkni
 • Payday Laun – sjálfstætt launakerfi fyrir öll fyrirtæki
 • Nýtt viðmót fyrir útgjöld
 • Gjaldmiðlar tilboð og áskriftarreikningar
 • Skönnun á reikningum sbr. lesa pdf eða mynd og færa beint í útgjöld
 • Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
 • Sölupantanir – tengt vörukerfinu og einfalt að breyta í reikninga
 • Aðgangsstýringar – margir notendur og innskráning með rafrænum skilríkjum
 • Tengingar við vefverslanir sbr. Shopify og WooCommerce
 • Rafræn skjöl í netbanka fyrir t.d. launaseðla og reikninga
 • Meiri Payday API virkni

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar