Bankaafstemming
Með bankaafstemmingunni er hægt að stemma bankareikninga af jafnóðum og hafa þá rétta. Um er að ræða fyrstu útgáfu af bankaafstemmingunni og því ekki allir möguleikar orðnir virkir. Má þar nefna að ef færsla af bankareikningi er tvíbókuð kemur það ekki sérstaklega fram, aðeins að mismunur sé á stöðu banka og kerfinu. Í þessari fyrstu útgáfu er ekki sjálfvirk pörun á færslum nema að því undanskildu að færslur vegna innborgana á kröfum parast sjálfvirkt við reikninga.
Nánari upplýsingar um afstemminguna má finna inná hjálpinni okkar.
SalesCloud samþætting
Samþætting við SalesCloud afgreiðslukerfið felst í því að stilla upp SalesCloud App sem tengist við Payday. Pantanir úr SalesCloud færast þá beint inn í færslubók í Payday og kerfin samstillast sjálfkrafa einu sinni á dag. Engin handavinna og ekkert vesen.
Nánari upplýsingar um SalesCould samþættinguna má finna inná hjálpinni okkar.
Annað
- Uppsetning á bankatengingu og kröfustofnun hefur verið endurbætt og einfölduð
- Kennitala viðskiptavinar og lánardrottins birtist nú í hreyfingalista
- Rekstraryfirlit á mælaborði sýnir nú stöðuna síðustu 12 mánuði
- Hægt er að sækja alla launaseðla í zip skrá fyrir ákveðna launakeyrslu
- Drög á tilboðum og áskriftarreikningum koma á ensku ef viðskiptavinurinn er erlendur
Framundan
- Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
- Móttaka á rafrænum reikningum