Við hjá Payday erum þakklát fyrir frábærar viðtökur sem hafa hvatt okkur til að gera enn betur. Það hefur verið mikið að gera hjá þróunarteymi Payday og erum við spennt að greina notendum okkar frá afrakstri vinnunnar. Það er okkar vilji að Payday auki ánægju þína af rekstri þíns fyrirtækis og erum við sannfærð um að nýjungar okkar séu einmitt liður í því.
Hvað er nýtt?
- Senda inn núllskýrslur fyrir launa- og vsk. skil
- Einfaldara uppsetningarferli fyrir nýja notendur
- Flokkun á kostnaðar- og tekjuliðum til að auðvelda skattframtalsgerð
- Flytja inn færslur af debit- eða kreditreikningi til að flýta fyrir skráningu kostnaðarliða
- Hægt að greiða sér út 0 kr. í laun og fá alla upphæðina inn á fyrirtækjareikninginn
- Leiðbeinandi myndbönd aðgengileg á viðeigandi stöðum í kerfinu
- Nýtt graf á mælaborði sem sýnir stöðu þíns fyrirtækis á hverjum tíma
Núllskýrslur
Ef engar staðgreiðsluskyldar greiðslur eru á tímabilinu býður kerfið uppá að skila inn rafrænum núllskýrslum fyrir laun og virðisauka. Notandi þarf því ekki lengur að sjá um að skila inn eyðublaði (5.19) til RSK.
Núllskýrslur sendast ekki inn sjálfkrafa heldur þarf notandi að gefa samþykki fyrir því hvert sinn og fær sendan tölvupóst því til áminningar.
Einfaldara uppsetningarferli
Við höfum gert uppsetningarferlið mun skilvirkara og þægilegra fyrir nýja notendur. Um leið og notandi hefur skráð sig í kerfið í fyrsta sinn þá fer hann sjálfkrafa á leiðbeinandi uppsetningarferli sem skipt er niður í nokkur skref.
Þegar notandi hefur lokið við að fylla út upplýsingar í hverju skrefi getur hann vistað það sem hann hefur skráð inn og valið hvort hann heldur áfram næsta í næsta skref eða lýkur uppsetningarferlinu síðar. Hægt er að byrja að senda út reikninga um leið og skrefiðinu “Reikningar” er lokið.
Flýtileið á uppsetningarferli er sýnilegt efst á vinstri valmynd á meðan ferlinu er ólokið. Notandi getur alltaf breytt þeim upplýsingum sem hann hefur þegar skráð inn síðar er það gert undir stillingar flipanum sem sjá má á vinstri valmynd.
Auðveldari skattframtalsgerð – flokkun á kostnaðarliðum
Bókhaldslyklar eru nauðsynlegir í rekstri fyrirtækja og við framtalsgerð. Nú er hægt að velja flokk (bókhaldslykil) fyrir kostnaðarlið. Út frá þessum upplýsingum er hægt að útbúa gögn sem hjálpa endurskoðanda við gerð skattframtals og ársskýrslu.
Í bígerð er að bæta rekstrarreikningi í kerfið sem notandi getur svo afhent endurskoðanda sínum eða ráðgjafa/endurskoðanda á vegum Payday þegar nálgast framtalsgerð.
Við munum láta þig vita um leið og rekstrarreikningur verður aðgengilegur í kerfinu.
Þangað til hvetjum við þig eindregið til þess að nýta þér flokkunina á kostnaðarliðum svo þú sért betur undirbúinn þegar kemur að framtalsgerð.
Flytja inn kostnaðarliði
Nú getur þú sparað þér tíma við skráningu kostnaðarliða. Við höfum opnað fyrir þann möguleika að flytja inn gögn úr excel skjali sem tekið er úr netbanka notanda.
Þessi valmöguleiki er í boði fyrir skjöl sem búin eru til út frá reikningum, hvort sem er debit eða kredit í eftirfarandi bönkum:
Arion banki, Landsbanki og Íslandsbanki.
Þegar notandi hleður niður skjalinu birtist listi af kostnaðarliðum sem hann getur lokið við að fylla út eða breytt eftir þörfum. Hægt er að velja úr listanum hvaða kostnaðarliði óskað er eftir að flytja inn í kerfið. Listinn vistast sjálfkrafa um leið og notandi breytir einhverjum dálki, því er ekki nauðsynlegt að ljúka gerð listans í einu lagi. Þegar búið er að ganga frá listanum er hægt að færa kostnaðarliðina inn í kerfið með því að smella á hnappinn “Færa inn gögn”.
0 kr. í laun… allt inn á fyrirtækjareikning
Við höfum gert kerfið ögn sveigjanlegra með smávægilegri breytingu þannig að hægt er að greiða sér 0 kr. í laun og fá alla upphæðina millifærða inn á fyrirtækjareikning.
Að gefnu tilefni viljum við minna á að einstaklingi sem er með rekstur á eigin kennitölu ber að greiða sér reiknað endurgjald.
Lesa má nánar um reiknað endurgjald hér:
https://www.rsk.is/atvinnurekstur/stadgreidsla-og-reiknad-endurgjald/reiknad-endurgjald/2017
Leiðbeinandi myndbönd
Við leggjum mikla áherslu á að hafa Payday kerfið einfalt og skilvirkt fyrir notandann. Þegar nýr notandi skráir sig í kerfið viljum við upplýsa hann á einfaldan hátt um alla þá möguleika sem kerfið bíður upp á. Því höfum við útbúið stutt og leiðbeinandi myndbönd með sýnishornum meðal annars um hvernig útbúa á reikning og hvernig greiða á sér út laun.
Sjáðu upplýsingar um stöðu fyrirtækis þíns á hverjum tíma
Með nýju grafi á mælaborði geturðu með góðu móti fylgst með stöðunni hjá fyrirtækinu þínu. Grafið birtir upplýsingar um uppsafnaðan hagnað á ársgrundvelli, hagnað milli mánaða og tekjur og gjöld milli mánaða.
Hvað er framundan?
- Sjálfstæð reikningagerð án launakerfis
- Áskriftarreikningar
- Flytja bókhald yfir í Payday
- Skattframtal og ársskýrsla í samstarfi við löggiltan endurskoðanda
- Sjálfvirk skil á viðbótarupplýsingum til RSK
Við höldum áfram að bæta við nýjungum og lagfæra Payday og við kunnum að meta þitt álit og viljum hvetja þig til að senda okkur línu á [email protected] ef þú ert með tillögur að nýjungum eða endurbótum á kerfinu.
Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim nýjungum sem við stefnum á að verði tilbúnar fyrir næstu uppfærslu.
Sjálfstæð reikningagerð án launakerfis
Boðið verður upp á fría útgáfu af kerfinu þar sem hægt verður að stofna reikninga án endurgjalds. Þetta verður einföld útgáfa af kerfinu og góð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í rekstri.
Áskriftarreikningar
Talsvert af notendum okkar hefur óskað eftir þessari viðbót þar sem í henni felst mikill tímasparnaður og þægindi. Hægt verður að setja upp áskriftarreikninga þar sem notandi getur stýrt með hversu reglulegu millibili hann vill senda út reikninga og í hve langan tíma. Reikningarnir verða svo stofnaðir sjálfkrafa.
Flytja bókhald yfir í Payday
Hægt verður að flytja bókhald rekstrar yfir í Payday á einfaldan hátt þannig að þú getir strax byrjað að nota kerfið.
Skattframtal og ársskýrsla
Við munum brátt bjóða uppá ráðgjöf og þjónustu varðandi skattframtal og ársskýrslu í samstarfi við löggildan endurskoðanda.
Sjálfvirk skil á viðbótarupplýsingum TIL RSK
Payday mun skila sjálfvirkt inn viðbótarupplýsingum til RSK eins og til dæmis launamiðum. Þetta mun flýta fyrir skattframtals- og ársskýrslugerð.