Eftirfarandi nýjungar bættust við Payday við síðustu uppfærslu.
Margir notendur
Ertu með mörg félög í áskrift hjá Payday eða ertu bókari með mörg félög í þjónustu? Nú geturðu stofnað ótakmarkaðan fjölda notenda í Payday og hoppað á milli fyrirtækja með einföldum hætti.
Listi yfir reikninga tengda áskriftarreikningum
Til að fá betri yfirsýn yfir reikninga sem sendir hafa verið fyrir hvern áskriftarreikning er nú með auðveldum hætti hægt að sjá þá þegar þú skoðar áskriftarreikning. Hægra megin í aðgerðaboxinu smellirðu á “Reikningar” og þar birtast allir reikningar ásamt heildarupphæð allra sendra reikninga.
Bókhald
- Nú er hægt að raða hreyfingalista eftir öllum dálkum
- Kóði bókhaldslykils birtur í hreyfingalista
- Í staðinn fyrir að velja ákveðin lykil í hreyfingalista er nú hægt að velja “Allir lyklar” og þannig sjá allar færslur óháð lykli
- Í prófjöfnuði er nú hægt á einfaldan hátt að sækja allar færslur fyrir alla lykla sem prófjöfnuðurinn byggir á.
Aðrar minni breytingar og lagfæringar
- Bætt hefur verið við nýrri tíðni reikninga í áskriftarreikningar þannig að nú er hægt að velja að reikningar sendist á tveggja vikna fresti
- Yfirlit viðskiptavina hefur verið endurbætt þannig að leit og flokkun í lista er orðin öflugri og hraðari.
- Hægt er að velja á hvaða bókhaldslykil Payday reikningar bókast sjálfvirkt á
Framundan
- Payday Bókhald – bankaafstemming
- Meiri Payday API virkni
- Tengingar við vefverslanir sbr. Shopify og WooCommerce
- Payday Laun – sjálfstætt launakerfi fyrir öll fyrirtæki
- Taka á móti rafrænum reikningum
- Vörukerfi – einföld leið til að halda utan um vörulistann og lagerinn
- Sölupantanir – tengt vörukerfinu og einfalt að breyta í reikninga