Endurraða línum
Við höfum fengið talsvert af ábendingum um að hægt væri að endurraða línum á reikningum meðan þeir eru ennþá í drögum. Nú er hægt með einföldum hætti að endurraða línum á reikningum, áskriftarreikningum, tilboðum, sölupöntunum og útgjöldum.
Sýna samtölu á línum án vsk
Í sumum geirum þá er algengt að eingöngu séu birtar upphæðir án vsk á reikningslínum. Við sýnum núna við gerð reikninga upphæðina án vsk sömuleiðis og svo á reikningunum sjálfum (PDF) er hægt að stilla hvort með vsk upphæðin birtist eða ekki. Sjálfgefið er valið að birta allar upphæðir en undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar er hægt að haka við “Fela upphæðir með vsk á reikningslínum” til að fela upphæðina með vsk á PDF reikningum.
Sjálfvirkar launakeyrslur
Þegar sjálfvirkar launakeyrslur eru virkjaðar þá voru skilagreinar staðgreiðslu og lífeyrissjóða alltaf sendar á eindaga. Nú er hægt að velja hvort skilagreinarnar séu sendar strax, á eindaga eða ekki sendar undir Stillingar > Fyrirtæki > Laun.
Booking Factory samþætting
Samþætting við Booking Factory felst í því að setja upp API tengingu milli Booking Factory og Payday.
Helstu eiginleikar viðbótarinnar:
- Viðskiptavinir eru stofnaðir
- Pantanir úr Booking Factory færast beint inn í Payday sem reikningar
- Þegar pantanir eru merktar “Í reikning” í Booking Factory þá eru reikningar stofnaðir í “Drög” í Payday sem hægt er svo að vinna áfram með
- Kerfin samstillast einu sinni á dag
Nánari upplýsingar um Booking Factory samþættinguna má finna inni á hjálpinni okkar.
Áskriftarreikningar
- Í yfirliti yfir áskriftarreikninga birtist nú dálkur sem sýnir upphæð næsta reiknings með vísitölu.
- Í Excel skjali fyrir áskriftarreikninga birtast nú dálkar sem sýna hvenær fyrsti og síðasti reikningur í áskriftinni var sendur.
- Áskriftarreikningar sem stilltir eru á að sendast í lok hvers mánaðar eru nú alltaf sendir síðasta dag mánaðar óháð því hversu margir dagar eru í mánuðinum.
Sölupantanir
- Á sama hátt og með almenna reikninga er nú hægt að senda sölupantanir rafrænt í gegnum skeytamiðlara (XML skeyti).
- Opnað hefur verið á að vinna með sölupantanir í gegnum Payday API. Meira um þetta í API docs.
Laun
- Nú er stillanlegt á hvaða tungumáli tölvupóstar og launaseðlar eiga að vera hjá starfsmanni.
- Sækja launalista sem sýnir alla launa- og frádráttarliði fyrir alla starfsmenn í launakeyrslu ásamt staðgreiðslu-, lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum. Bæði er hægt að sækja launalista fyrir ákveðið tímabil (Laun > Aðgerðir > Launalisti) eða fyrir ákveðna launakeyrslu (Aðgerðir > Sækja launalista).
- Nýr reitur á starfsmannaspjaldið þar sem hægt er að skrá ráðningardag starfsmanns.
Aðrar breytingar og villuleiðréttingar
- Ef verið er að vinna með stóra dagbók t.d. eftir að hafa flutt inn gögn úr Excel þá getur verið seinvirkt að hreinsa dagbókina ef þú þarft að byrja upp á nýtt. Nú er hægt að eyða dagbókinni með einni aðgerð undir Aðgerðir > Eyða dagbók.
- Þegar vara er skráð er nú hægt að láta hana bókast á Aðrar tekjur bókhaldslykilinn.
- Ef þú ert að vinna með samþykktarkerfi fyrir rafræna reikninga t.d. Unimaze) er hægt að sækja skrá úr Payday til að flytja í slík kerfi. Skránna má nálgast undir Bókhald > Bókhaldslyklar > Sækja > Gjaldalyklar (CSV).
- Við innlestur á rafrænum reikningum í útgjöld er tekið mið af því sem sett er í AccountingCost reitinn á rafræna reikningnum og réttur bókhaldslykill settur á útgjöldin. Einfaldar bókun á reikningum sbr. punkturinn hér fyrir ofan.
- Nú er hægt að setja viðskiptavini eða lánardrottna í geymslu og birtast þeir þá ekki þegar verið er að stofna nýja reikninga eða útgjöld.
- Opnað á að endursenda kreditreikninga í tölvupósti.
- Þegar viðskiptavinur er stofnaður í gegnum Payday API og valið er að hann eigi að fá rafræna reikninga þá er athugað hvort hann taki við slíkum reikningum.
- Við kreditfærslu í gegnum Payday API er nú hægt að senda inn dagsetningu kreditfærslu.
- Dagsetning hvenær útgjöld voru skráð og af hverjum eru nú birt þegar farið er með músina yfir stöðu merkið í útgjöldum.
- Aðvörun birtist þegar útgjöld eru skráð og greiðsludagsetning er á undan útgáfudagsetningu reiknings.
- Leit í afstemmingu hefur verið bætt þannig að niðurstöður verði betri og leitin hraðvirkari.
- Útlit reikninga sem inniheldur margar síður hefur verið bætt.
Framundan
- Payday greiðslur – t.d. taka á móti greiðslum með kreditkorti.
- Bókhaldspakkar – hægt að kaupa skattframtal, ársreikning og mánaðarlega bókhaldsþjónustu.
- Jafna greiðslur á útgjöldum og reikningum á móti lánardrottnum og viðskiptavinum.
- Afstemming – meiri sjálfvirkni sbr. pörun á útgjöldum, færslur milli eigin reikninga.
- Bankatengingar við Sparisjóði og Kviku.
- Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2.
Við hvetjum notendur til að tryggja öryggi á Payday aðgagnum sínum.