Hvernig byrja ég að nota Payday?

H

Payday er þjónusta sem miðar að því að einfalda sjálfstætt starfandi einstaklingum reikningagerð og skil á opinberum gjöldum. Kerfið er aðgengilegt í gegnum hefðbundna vafra og snjalltæki eins og t.d. síma og spjaldtölvur.

Hér verður farið yfir helstu atriði sem hjálpa notendum að byrja að nota kerfið. Við viljum líka minna á að það er frítt að skrá sig og hægt er að byrja strax að skoða og prófa hina ýmsu möguleika sem að kerfið býður uppá.

Við sjáum fyrir okkur að notendur verði fljótir að átta sig á ábatanum sem felst í að nota kerfið.

Yfirlit

Innskráning

Þegar notandi skráir sig inn í kerfið í fyrsta skipti fær hann sendan tölvupóst á netfangið sitt og er beðinn um að staðfesta netfangið. Þegar notandi smellir á staðfestingarhlekkinn opnast Payday innskráningargluggi og eftir að kerfið hefur auðkennt netfangið skráist notandi sjálfkrafa inn.

Viðskiptavinir

Einfalt er að bæta við viðskiptavinum í kerfið. Payday nýtir rafræna þjónustu frá Þjóðskrá til að fletta upp í fyrirtækjaskrá og einstaklingsskrá. Notandi smellir á “Viðskiptavinir” í valmyndinni og hafi einhverjir viðskiptavinir verið skráðir í kerfið birtast þeir í viðskiptavinalista. Til að skrá nýjan viðskiptavin er smellt á “Nýr viðskiptavinur” hnappinn og þá er hægt er að fletta upp einstaklingum og fyrirtækjum og velja.

Búa til demó reikning

Notandi getur strax byrjað að búa til reikninga þegar hann er búinn að skrá sig inn í kerfið sér til gagns og gamans. Hins vegar er nauðsynlegt að fylla út nauðsynlegar upplýsingar á stillingarsíðu ef stofna á kröfu.

Til að sjá yfirlit yfir reikninga er farið í valmynd og smellt á “Reikningar”. Þar birtast allir reikningar sem hafa verið búnir til í kerfinu. Ef krafa hefur verið stofnuð á reikning þá er ekki hægt að eyða reikning. Einungis er hægt að fella niður reikninga sem krafa hefur verið búin til á.

Nýr reikningur er stofnaður með því að smella á “Nýr reikningur” hnappinn. Reikningsformið lítur kunnuglega út enda hannað með sama flæði og hefðbundnir reikningar. Viðskiptavinur er valinn efst til vinstri, dagsetningar eru skráðar inn efst til hægri, Reikningslínur eru staðsettar fyrir miðju og svo er heildarupphæðin neðst.

Til að stofna reikning er smellt á “Stofna reikning” hnappinn neðst á síðunni og þá verður til krafa sem birtist í netbanka hjá viðskiptavini og tölvupóstur með afriti af reikning sendur til hans.

Notanda stillingar

Til þess að kerfið geti gert aðgerðir eins og að stofna kröfu, greiða út laun og ganga frá virðisaukaskattsskýrslu þarf notandi að fylla út nauðsynlegar upplýsingar.

Þessar upplýsingar getur notandi slegið inn í gegnum sérstakt uppsetningarferli eftir að hann hefur stofnað reikning.

Eftirfarandi atriði þarf að klára að fylla út svo notandi geti fullnýtt kerfið:

  • Staðfesta netfang
  • Almennar upplýsingar
  • Upplýsingar fyrir reikninga
  • Upplýsingar fyrir útborgun

Ekki er nauðsynlegt að klára uppsetningarferlið samstundis. Kerfið heldur utan um þær upplýsingar sem notandi hefur slegið inn og hægt er að skrá sig aftur inn í kerfið síðar til þess að klára ferlið. Eftir að notandi hefur lokið við uppsetningarferlið getur hann ávallt breytt upplýsingunum á stillingasíðum.

Greiða út laun

Að greiða út laun er einfalt mál með Payday.

Á útborgunarsíðu birtist yfirlit þar sem allar upplýsingar tengdar útborgun koma fram. Kerfið sér sjálfkrafa um að reikna út virðisauka, framlag launagreiðanda í lífeyrissjóði og opinber gjöld miðað við þær forsendur sem eru gefnar.

Útborgunarsíðunni er skipt upp í eftirfarandi liði:

  • Hlunnindi
  • Kostnaðarliði
  • VSK og frádráttarliði
  • Framlag launagreiðanda
  • Opinber gjöld

Hægt er að fella út hvern lið með að smella á örvartakkann lengst til hægri við hvern lið.

Notandi getur haft áhrif á heildarupphæðina sem greidd er út með því að færa inn hlunnindi og bæta við eða haka við kostnaðarliði. Einnig er hægt að ákvarða hámarkslaun sem greidd eru út með því að smella í launareitinn og breyta upphæðinni.

Yfirlit

Á skjáborði getur notandi séð heildarstöðu og nýlegar aðgerðir. Þar eru einnig birt gröf sem birta meðal annars heildarupphæð reikninga fyrir hvern mánuð og útborguð laun.

Í valmyndinni undir “Yfirlit” er hægt að skoða ýmiss konar yfirlit, til að mynda útborganir, virðisaukaskattskýrslur og ráðstöfunarlista. Hægt er að sía út eftir tímabili og viðskiptavinum og einnig er hægt að hala niður gögnum í excel skjal.

Eftir hverju ertu að bíða!

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar