Payday loka púslið fyrir Visma

P

Visma er öflugt evrópskt hugbúnaðarhús, stofnað í Noregi, sem með kaupum sínum á hinum hratt vaxandi hátæknisprota Payday, hefur fullkomnað Norðurlandapúsl sitt. Eftir þessi fyrstu kaup Visma á íslensku félagi starfar félagið nú á Norðurlöndunum öllum.

Payday býður smærri fyrirtækjum upp á bókhaldskerfi og launabókhald í skýinu. Með einföldu og aðgengilegu notendaviðmóti, stöðugri þróun og endurbótum í samstarfi við notendur hefur félaginu tekist að vaxa hratt allt frá stofnun árið 2017.

Með því að verða hluti af Visma, þessu öfluga evrópska hugbúnaðarhúsi, er markmiðið að Payday eflist enn frekar og verði sannarlega leiðandi á sínu sviði hér á landi.

“Við erum virkilega ánægð að bjóða Payday velkomin í Visma fjölskylduna og um leið að stíga okkar fyrsta skref inn á Íslandsmarkað. Payday teymið hefur þróað framúrskarandi vöru sem einkennist af hágæða þjónustu og vel útfærðri virkni, svo það er ekki erfitt að sjá af hverju fleiri og fleiri velja Payday.”, segir Nebojsha Mihajlovski, starfandi stjórnarformaður hjá Visma félaginu PowerOffice og verðandi stjórnarformaður Payday.

Þá fullkomna kaupin Norðurlanda-púslið fyrir Visma, sem nú þegar er í fararbroddi á sviði viðskiptahugbúnaðar á hinum Norðurlöndunum.

Ný virkni á næstu grösum

Meðal helstu möguleika Payday í dag má nefna bókhald, reikningagerð, launavinnslu, sölu, yfirlit útgjalda og aðgengilegar skýrslur. Auk þess sér Payday um sjálfvirk samskipti við íslensku bankana, skattayfirvöld og er samþætt við sölukerfi eins og WooCommerce og Shopify, svo eitthvað sé nefnt.

Á næstu grösum eru síðan Payday Greiðslur, gervigreindar virkni í afstemmingu og uppgjöri, nýjar samþættingar og frekari virkni sem vonir standa til að nái að hjálpa enn breiðari hópi viðskiptavina.

„Frá stofnun hefur markmið Payday verið að auðvelda smærri rekstraraðilum lífið. Við höfum notið þess að vinna þétt með okkar viðskiptavinum og höfum fengið ómetanlegar ábendingar um hvað mætti betur fara, en augljóslega hafa viðskiptavinir einnig bent sínum vinum á okkur, samanber vöxt okkar undanfarin ár. Við erum hvergi nærri hætt að vinna þétt og vel með viðskiptavinum okkar heldur teljum við okkur nú, sem hluti af Visma fjölskyldunni, vera í enn betri stöðu til að hjálpa enn fleirum með enn betri vöru.”, segir Björn Hr Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Payday.

Payday mun áfram starfa sem sjálfstætt félag í eigu Visma, með sömu framkvæmdastjórn og lykilstarfsmenn.

https://www.visma.com/news/visma-enters-icelandic-software-market-with-acquisition-of-payday

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband (á ensku eða norsku) við:

Lage Bøhren
Samskiptastjóra Visma
+47 92 15 78 01
[email protected]

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar