Einstaklingur í rekstri: Hvað þarf að gera?

E

Ert þú að byrja sem verktaki? Ertu að byrja að taka að þér smá auka vinnu? Hvað þarft þú að gera?

Ef þú ert einstaklingur í rekstri (oft kallaður einyrki), þá fylgja ákveðnar skattalegar skyldur sem þarf að fara eftir. Við skulum fara yfir það skref fyrir skref.

Ef þú heldur að tekjur fari yfir 450.000 kr á ári þarf að skrá sig sem einstaklingur í rekstri hjá Skattinum og sækja um á launagreiðendaskrá. Þegar tekjur fara yfir 2.000.000 kr á ári þarf svo að sækja um á virðisaukaskattsskrá.

Velja bókhaldskerfi

Byrja þarf að velja sér bókhaldskerfi til að halda utan um hlutina, senda reikninga og spara þér tíma. Þar kemur Payday sterkt inn. Þú stofnar Payday aðgang á Payday.is og færð þá 30 daga frítt við skráningu. Sjá hér: Payday

Reikningagerð

Senda þarf reikning fyrir þinni vinnu á viðskiptavini. Payday kemur að góðum notum þar. Þú getur útbúið reikninginn og sent hann í tölvupósti, sem rafrænan reikning beint í bókhald viðskiptavinir og sem kröfu í netbanka. Sjá meira hér: Senda reikning

Laun (reiknað endurgjald)

Sem einstaklingur í rekstri þá þarftu þú að greiða þér reiknað endurgjald (Laun). Ef viðkomandi er með laun undir 450.000kr á ári þarf ekki að skrá sig á launagreiðendaskrá heldur eru þau laun tekin fram á skattframtali og mikilvægt er þá að hafa ekki eytt þeim upphæðum sem eiga að greiðast í launatengd gjöld. Ef viðkomandi er með laun yfir 450.000 á ári þarf að skrá sig á launagreiðendaskrá. Einstaklingur þarf þá að fara eftir reglum Skattsins og áætla fyrir árið reiknað endurgjald (Laun) og greiða sér það hvern mánuð. Það er þó í lagi að breyta upphæðum hvern mánuð en ekki má greiða út lægra en reiknað endurgjald en skráð er hjá Skattinum á hverjum tíma því þá getur þú átt von á því að áætlað verði á þig. Sjá meira hér: Launagreiðendaskrá

Payday getur einfaldað þér allt varðandi laun og skil á launatengdum gjöldum. Þú stillir upp upphæð launa og kerfið reiknar þá öll launatengd gjöld. Payday sér þá um að senda skilagreinar bæði á Skattinn, lífeyrissjóði og stéttarfélög og þau senda þér þá kröfu fyrir þeim gjöldum í netbanka. Einnig er þá hægt, ef viðkomandi greiðir sér alltaf sömu upphæð, að láta kerfið senda inn sjálfvirkar launakeyrslur. Sjá meira um hvernig skal greiða sér laun hér: Hvernig greiði ég mér laun?

Virðisaukaskattur (VSK)

Ef reksturinn er undir 2 milljónum á ári þá þarft þú ekki að sækja um VSK númer og sendir því reikninga fyrir þinni vinnu án vsk. Ef reksturinn fer yfir 2 milljónir á ári og reksturinn er í virðisaukaskattsskyldri starfsemi þarf að sækja um VSK númer hjá Skattinum. Sjá meira hér: Sækja um vsk númer

Ef veltan er á milli 2-4 milljónir á ári sendir þú VSK skýrslu til Skattsins einu sinni á ári í febrúar. Ef veltan fer yfir 4 milljónir þá skilar þú VSK skýrslu annan hvern mánuð. Þú skilar þá 5. apríl fyrir jan-feb tímabilið og svo framvegis. Sjá allt um virðisaukaskatt hér: VSK.

VSK skýrsla verður til út frá útsendum reikningum og útgjöldum til frádráttar. Í Payday er einfalt að senda sölureikninga á viðskiptavin, hægt er að lesa nánar um það hér: Senda reikning. Einnig er einfalt að stofna útgjöld fyrir öllum kostnaði sem kemur þá til frádráttar á VSK. Sjá nánar um útgjöld hér: Útgjöld

Hægt er að láta Payday senda VSK skýrsluna sjálfkrafa eða senda hana handvirkt úr kerfinu ef það hentar betur. Sjá allt um innsendingu á VSK skýrslu hér: Skil á VSK skýrslu

Skattframtal

Á ári hverju þurfa einstaklingar og fyrirtæki að skila skattframtali. Payday getur einfaldað þér skattframtalsgerð til muna. Þú ert þá með öll gögn tengd þinni starfsemi í kerfinu og getur tekið rekstrarskýrslu sem þú skráir þá inn í framtalið.

Þetta eru helstu hlutir sem þarf að hafa í huga þegar byrjað er í rekstri á eigin kennitölu. Ef þú ert óörugg/ur er gott að fá aðstoð fagaðila, hægt er að finna fagaðila hér.

Við svörum þó almennum spurningum á spjallinu hjá okkur og í gegnum tölvupóst á [email protected].

Ef þú hefur frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur hjá Payday.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar