Byrjaðu ferilinn sem Verktaki: Hvað þarft þú að vita?

B

Ert þú að byrja sem verktaki (eins og einyrki) eða ert að taka að þér smá aukavinnu? Það fylgja ákveðnar skyldur og ferlar sem gott er að vera meðvitaður um. Við förum yfir það sem skiptir máli skref fyrir skref.

Skráning sem Einstaklingur í Rekstri

Þegar þú byrjar með eigin rekstur, jafnvel með því að taka að þér smærri verkefni, fylgja því ákveðnar skattalegar skyldur. Ef tekjur þínar fara yfir 450.000 kr á ári þarftu að skrá þig sem einstaklingur í rekstri hjá Skattinum. Þessi skráning tryggir að þú standir rétt að skattskilum og greiðir réttmæt gjöld til ríkisins. Þetta skref er nauðsynlegt til að þú getir gefið út reikninga og skráð tekjur þínar formlega.

Skráning á launagreiðendaskrá er einnig nauðsynlegt fyrir þá sem eru með tekjur yfir 450.000 kr. Þetta þýðir að þú þarft að fylgja reglum um reiknað endurgjald (laun) og skila launatengdum gjöldum til Skattsins. Þú greiðir þér þannig formleg laun og greiðir af þeim launatengd gjöld eins og lífeyrissjóð, stéttarfélag og í önnur skyldubundin gjöld.

Með þessum skrefum ertu kominn á rétta braut hvað varðar skattskil og launatengd gjöld – grundvallaratriði fyrir þá sem vilja reka rekstur á eigin kennitölu.

Val á Bókhaldskerfi

Það er mikilvægt að velja rétta bókhaldskerfið þegar þú ert að byrja rekstur, þar sem það hjálpar þér að halda utan um reikninga, fylgjast með kostnaði og innheimta reikninga. Með góðu bókhaldskerfi sparar þú tíma og fyrirhöfn. Þú þarft bókhaldskerfi sem gerir þér kleift að sjá rekstrartölur í rauntíma, heldur utan um innheimtu og einfalda útgáfu reikninga og launagreiðslu.

Payday býður upp á bókhaldskerfi sem er einfalt og þægilegt í notkun. Með Payday geturðu auðveldlega stofnað reikninga, haldið utan um útgjöld, og skilað nauðsynlegum gögnum til Skattsins. Payday býður upp á sjálfvirkni sem getur sparað þér tíma, svo sem sjálfvirkar áminningar á ógreidda reikninga, reikninga í áskrift og möguleika á að senda reikninga rafrænt eða beint í netbanka viðskiptavina.

Til að gera byrjunina enn auðveldari býður Payday upp á 30 daga frían prufutíma þegar þú skráir þig á Payday.is. Þetta gefur þér tækifæri til að prófa allar aðgerðir bókhaldskerfisins og sjá hvernig það getur stuðlað að skilvirkum rekstri. Með réttu bókhaldskerfi verður auðveldara að fylgjast með fjármálunum og tryggja að allt sé í samræmi við lög og reglur.

Reikningagerð

Reikningagerð er ómissandi hluti af rekstri og það er mikilvægt að hún sé bæði einföld og skilvirk til að halda góðu sambandi við viðskiptavini. Í samræmi við íslensk lög þurfa reikningar að innihalda allar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem kennitölu, heimilisfang og sundurliðun á þjónustu eða vöru.

Payday einfaldar ferlið við að búa til og senda reikninga. Þú getur útbúið reikninga með nokkrum smellum og sent þá á þann hátt sem hentar þér og viðskiptavininum best – hvort sem það er með tölvupósti, sem rafrænn reikningur eða sem krafa beint í netbanka. Þetta gerir það að verkum að þú getur útbúið og sent reikninga strax að loknu verkefni og tryggt að greiðslur berist hraðar inn.

Einnig getur þú með Payday fylgst með stöðu reikninga, sent áminningu um ógreidda reikninga sem hjálpar til við að halda utan um innheimtu. 

Launagreiðslur og Reiknað Endurgjald

Sem sjálfstæður atvinnurekandi þarftu að greiða þér laun (reiknað endurgjald). Fyrir þá sem hafa tekjur undir 450.000 kr á ári er ekki nauðsynlegt að skrá sig á launagreiðendaskrá en ef tekjurnar fara yfir þessa upphæð verður þú hinsvegar að skrá þig á launagreiðendaskrá eins og var talað um hér að ofan.

Payday einfaldar þetta ferli verulega með því að reikna sjálfkrafa launatengd gjöld og senda skilagreinar beint til Skattsins, lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Ef þú borgar þér fasta upphæð mánaðarlega er einnig hægt að setja upp sjálfvirkar launakeyrslur sem sparar tíma og fyrirhöfn.

Virðisaukaskattur (VSK)

Ef árstekjur þínar fara yfir 2.000.000 kr er mikilvægt að þú skráir þig á virðisaukaskattsskrá (VSK). Þetta þýðir að þú byrjar að innheimta virðisaukaskatt af sölu þinni, en það er sá skattur sem leggst ofan á söluverð vara og þjónustu. Þú greiðir síðan VSK til Skattsins en getur jafnframt dregið VSK af vörum og þjónustu sem þú greiðir fyrir í tengslum við reksturinn þinn. Sjá nánar um VSK.

Skattframtal

Árleg skil á skattframtali er skylda fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og felur það í sér að tilkynna allar tekjur, gjöld og önnur fjárhagsleg gögn til Skattsins. Þetta ferli getur reynst tímafrekt og krefjandi ef ekki er haldið góðu bókhaldi yfir reksturinn allt árið. Payday auðveldar skattframtalsgerðina verulega með því að safna saman öllum upplýsingum sem tengjast rekstri þínum.

Með öllum gögnum skráðum í Payday geturðu auðveldlega dregið saman rekstrarskýrslu, sem veitir þér yfirlit yfir tekjur, útgjöld og annan rekstrarhagnað eða -tap. 

Aðstoð

Þegar þú ert verktaki/einyrki og ert að stíga fyrstu skrefin í sjálfstæðum rekstri, geta komið upp óvissuþættir eða spurningar varðandi bókhald, skattskil og rekstrarferla. Í slíkum tilfellum getur verið ómetanlegt að leita til fagaðila sem hafa sérþekkingu á þessum sviðum. 

Payday vinnur náið með mörgum fagaðilum og sem sérhæfa sig í bókhaldi og skattamálum og geta veitt þér persónulega ráðgjöf og aðstoð sem miðast við þínar þarfir.

Sjá fagaðila hér: https://payday.is/is/fagadilar

Ef þú hefur almennar spurningar eða þarft leiðbeiningar um notkun kerfisins, þá erum við alltaf tilbúin að svara þér. Þú getur haft samband við okkur í gegnum spjallið á vefsíðunni okkar, þar sem við svörum fljótt og auðveldlega þeim spurningum sem koma upp eða í gegnum tölvupóst á [email protected].

Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin í rekstri eða ert með langa reynslu, þá erum við hér til að styðja þig á öllum stigum og tryggja að þú fáir þær upplýsingar og þá aðstoð sem þú þarft.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar