Af hverju ættu fagaðilar að nota Payday?

A

Sem faglærður bókari eða endurskoðandi er mikilvægt að tryggja að bókhald viðskiptavina
þinna sé vel stjórnað og skipulagt. Bæði fyrir fagaðilann og viðskiptavininn.
Með aukinni eftirspurn eftir sjálfvirkni og stafrænni væðingu í bókhaldsiðnaðinum er
mikilvægt að taka upp áreiðanlegan og skilvirkan hugbúnað sem mun auðvelda þér starfið.
Payday er slíkur hugbúnaður og getur hjálpað þér að hagræða fjárhagsferlum viðskiptavina
þinna, sem gerir starf þitt auðveldara og skilvirkara.

Payday hentar einstaklega vel fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja og er auðvelt að flytja
viðskiptavini yfir. Ef einhver vandræði koma upp, þá aðstoðum við fagaðila gjaldfrjálst í
gegnum þetta ferli.

En hverjar eru ástæður þess að fleiri og og fleiri fagaðilar eru að flytja viðskiptavini sína yfir í
Payday eftir að hafa notað önnur bókhaldskerfi í fjölda ára?

Hagkvæmt

Payday er eitt hagkvæmasta bókhaldskerfi sem finnst á markaðnum í dag og þrátt fyrir
stöðuga þróun þá hefur verðskráin ekki breyst í nokkur ár.

Fagaðilar þurfa ekki að kaupa aðgang að Payday heldur fá þeir aðgang að reikningi
viðskiptavina sinna. Kostnaðurinn fyrir viðskiptavini er að hámarki 9.900 kr. (+vsk) á mánuði.
Fagaðilar spara því mikla peninga sem nýtast betur fyrir eigin rekstur.

  • Gjaldfrjálst fyrir fagaðila.
  • Hámarkskostnaður fyrir viðskiptavini einungis 9.900 kr. +vsk á mánuði.
  • Engin uppsetning á kerfi – minni kostnaður.
  • Frábært þjónustuborð sem kostar ekkert aukalega.
  • Enginn aukakostnaður fyrir viðbætur, uppfærslur eða nýjungar.
  • Beintenging við þjóðskrá og allar flettingar innifaldar í verði.
  • Engin óvænt gjöld.

Það er ljóst að Payday getur aukið tekjumöguleika fyrir fagaðila þar sem kostnaðurinn á
bókhaldskerfinu er lítill sem stækkar markhópinn talsvert. Fagaðilar geta því með þessu móti
þjónustað frumkvöðla, einyrkja og lítil fyrirtæki án þess að verða fyrir tekjuskerðingu sökum
kostnaðarsamra bókhaldskerfa eða óvæntra útgjalda.

“Frábær þjónusta sem kostar ekkert aukalega og svara fyrirspurnum um leið.” – María,
Afstemma.

Einfalt og fljótlegt

Einn af helstu kostum Payday er hve notendavænt viðmótið er. Payday veitir einstaka yfirsýn
yfir reksturinn, sem auðveldar fagaðilum og eigendum fyrirtækja að fylgjast með framgangi
rekstursins.

Mælaborðið er vel skipulagt og viðmótið er hannað til að veita notendum skýra yfirsýn yfir
fjárhagsstöðu sína. Auðvelt er að sjá hversu mikið skal greiða í virðisaukaskatt eða
launatengd gjöld. Payday hjálpar einnig við þau skil, en nánar um það síðar.

Yfirsýnin er gríðarlega góð og einföld fyrir alla. Hvort sem maður ætlar sér bara rétt kíkja á
stöðu mála eða kafa dýpra í fjármálin, þá býr Payday yfir þeim eiginleikum að auðvelt er að
nálgast allar upplýsingar á auðlesanlegan máta.

Uppsetning Payday fyrir viðskiptavini er einfalt og fljótlegt ferli sem krefst ekki mikilla
tæknikunnáttu – hvorki frá fagaðila né viðskiptavin.
Hinsvegar ef vandamál koma upp eru til góðar myndrænar leiðbeiningar þar sem notanda er
fylgt skref fyrir skref í gegnum uppsetninguna. Ekki má svo gleyma þjónustuveri Payday,
sem er alltaf til taks

  • Kerfið er í vafra – Aðgengilegt hvar sem er.
  • Nútímalegt útlit á mælaborði.
  • Góð yfirsýn yfir reksturinn.
  • Einfalt að sækja afrit af reikningum og skýrslum.
  • Fljótlegt að stemma af – Tímasparnaður.
  • Auðvelt í uppsetningu fyrir viðskiptavini.

“Payday gefur viðskiptavini meiri tengingu við fjárhaginn.” – Eva, Rassvasi

Mikil sjálfvirkni

Payday leggur mikið upp úr því að einfalda vinnuna fyrir fagaðila með aukinni sjálfvirkni sem
sparar mikinn tíma og gefur svigrúm til að þjónusta fleiri viðskiptavini.
Markmið Payday er að sjálfvirknivæða og auðvelda sem flest og má þar til dæmis nefna
hversu auðvelt og fljótlegt er fyrir viðskiptavini að skila frá sér kvittunum. Það er gert með því
að senda ljósrit af kvittunum og reikningum með rafrænum hætti beint inn í bókhaldskerfið
sem svo greinir helstu upplýsingar frá þeim. Þetta sparar fagaðila mikinn tíma við að
handskrifa reikninga og kvittanir inn í bókhaldskerfið og gefur aukið svigrúm og tíma til að
sinna afstemmingu.

  • Sjálfvirk skil á launatengdum gjöldum og virðisaukaskatti.
  • Launabókanir parast sjálfkrafa í bankaafstemmingunni.
  • Tenging við kröfur sem bókast sjálfkrafa.
  • Rafrænir reikningar.
  • Allar bankafærslur í rauntíma.
  • Áskriftarkerfi fyrir reikninga, vísitölutengdir reikningar.
  • Tenging við Shopify, Woocommerce, SalesCloud, Advise og fleiri.

“Með notkun á Payday getum við tekið að okkur fleiri viðskiptavini v. tímasparnaðar sem
Payday skapar.” – María, Afstemma.

Að færa viðskiptavini í Payday?

Engar áhyggjur, það er leikur einn að færa viðskiptavini yfir í Payday!

Þó það kunni að hljóma sem yfirþyrmandi og flókið verkefni að færa fjölda viðskiptavina yfir í
Payday, er það ekki raunin. Hægt er að lesa inn vörur, færslur, lánadrottna, viðskiptavini og fleira úr Excel sem einfaldar ferlið til muna.

Þjónustuverið okkar er þér einnig innan handar öllum stundum og aðstoðar þig við að setja
inn upphafsstöður úr eldra kerfi miðað við ákveðna dagsetningu – allt þér að kostnaðarlausu.

Einstaklega notendavænt viðmót, góð yfirsýn, skilvirk bókhald, fljótleg reikningagerð og
launavinnsla, mikil sjálfvirkni og hagkvæmni eru meðal þeirra kosta sem kerfið færir
fagaðilum og viðskiptavinum þeirra.

Ef þú vilt einfalda starf þitt, spara pening og skapa meiri svigrúm til að þjónusta fleiri
viðskiptavini skaltu íhuga að prófa Payday.

Bókaðu fund með Payday með því að senda póst á [email protected].

S. 551-5121
[email protected]
www.payday.is

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar