Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Í lok þessa mánaðar munum við taka þátt fyrir Íslands hönd í norrænu sprotaverðlaununum Nordic Startup Awards í flokknum FinTech. Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu og hún er okkur mikil hvatning til áframhaldandi góðra verka. Viðskiptavinir okkar eiga líka mikið í þessari viðurkenningu því án þeirra værum við ekki til.
Við höldum áfram að vinna að ýmsum nýjungum því við erum hvergi nærri hætt. Hér fyrir neðan er farið yfir það helsta sem fylgdi með í síðustu uppfærslu Payday.
Áskriftarreikningar
Þó nokkrir viðskiptavinir okkar sem nýta sér áskriftarreikninga hafa beðið um þann möguleika að tengja reikninga við vísitölu. Nú er hægt að tengja vísitölu á ákveðinni dagsetningu við áskriftarreikning og tekið er mið af henni við útgáfu reikninga innan áskriftar.
- Tengja vísitölu við áskriftarreikninga með einföldum hætti
- Vísitala er birt á reikningum og áskriftarreikning þannig að þú hefur alltaf yfirsýn
- Stillingar á gjalddaga/eindaga fyrir áskriftarreikninga eru nú sveigjanlegri
- Afrita áskriftarreikning
Flytja út í Excel
Nú er hægt með einföldum hætti að flytja öll gögn beint yfir í Excel fyrir:
- Kostnaðarliði
- Reikninga
- Viðskiptavini
Reikningar
Það er nú passað upp á það að ekki sé hægt að setja eindaga á reikning utan bankadags því það var að skapa ákveðin vandræði fyrir greiðendur. Sömuleiðis var mikið verið að biðja um þann möguleika að setja sjálfgefnar greiðsluupplýsingar á alla reikninga.
Kröfur með eindaga utan bankadags
Þegar eindagi er valinn á reikning þá er athugað hvort hann falli utan bankadags. Ef það er tilfellið þá er næsti bankadagur valinn sjálfkrafa.
Sjálfgefin lýsing á reikninga
Nú er hægt að setja inn sjálfgefna lýsingu á reikninga t.d. greiðsluupplýsingar. Hægt er að setja inn þessar upplýsingar undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar.
Viðskiptavinir
Tungumál viðskiptavinar
Er viðskiptavinur þinn enskumælandi og þarf að fá reikningana frá þér á ensku? Nú geturðu stillt hvort viðskiptavinur þinn fái tölvupósta á íslensku eða ensku.
Listi yfir tilboð undir viðskiptavini
Nú er á einfaldan hátt hægt að sjá öll tilboð sem þú hefur sent á ákveðinn viðskiptavin.
Framundan
- Stuðningur við fleiri en einn starfsmann í launakerfi
- Nýtt viðmót á kostnaðarliði
- Payday API og WebHooks
- Fleiri möguleikar til að flytja út gögn og á öðrum sniðmátum t.d. PDF