Útgjöld, bankaafstemming og fleira

Ú

Senda reikninga með tölvupósti beint inn í Payday

Viðhengi sem send eru í tölvupósti á Payday birtast í “Útgjöld” með stöðuna drög. Payday notar mynd- og textavinnslu til að lesa helstu upplýsingar úr PDF skjölum og myndum.

Mynda- og textavinnslan er í BETA útgáfu þannig að það má gera ráð fyrir því að þjónustan nái ekki alltaf að lesa skjalið. Við leitumst stöðugt við að bæta þessa vinnslu.

Sjá nánar á hjálpinni okkar.

Bankaafstemming

Afstemmingin eru komin úr BETA útgáfu. Við höfum gert ýmsar breytingar og lagfæringar eftir ábendingar frá notendum þar sem t.d. má nefna:

  • Hægt er að eyða færslum
  • Hægt er að setja lýsingu á færslur sem eru skráðar undir “Annað”

Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gera afstemminguna ennþá betri 🙂

Sækja afrit af reikningum fyrir Payday áskrift

Þú getur nú nálgast afrit af reikningum fyrir þjónustu Payday með einföldum hætti undir Stillingar → Áskrift → Reikningar.

Sjá nánar á hjálpinni okkar.

Annað

  • Öll Excel skjöl sem hægt er að nálgast úr Payday er nú hægt að opna með Google Sheets
  • Áður var eingöngu hægt að sækja 100 reikninga í zip skrá í einu. Nú er leyfilegt að sækja allt að 200 reikninga
  • Þegar viðskiptavinur er valinn á reikning, tilboð eða áskriftarreikning er nú hægt að leita eftir kennitölu

Framundan

  • Vöru- og birgðakerfi – útgáfa 2
  • Dagbók – útfgáfa 2
  • Launakerfi – ýmsar viðbætur sbr. laun fyrir U16
  • Meiri sveiganleiki varðandi skil á VSK og staðgreiðslu
  • Payday API – Áskriftarreikningar, tilboð, vörur o.fl.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar