Tilboðsgerð, GDPR og fleiri nýjungar

T

Ný útgáfa af Payday var að fara í loftið 

Við kynnum til sögunnar tilboðsgerð sem margir hafa verið að biðja um, meiri stjórn á kröfum, breytingar á kerfinu til að búa okkur undir nýju persónuverndarlögin (GDPR) og ýmsar smávægilegar útlitsbreytingar og lagfæringar.

Tilboðsgerð

Útbúa tilboð sem þú getur sent á þinn viðskiptavin. Hægt er með einföldum hætti að breyta tilboði yfir í reikning.

Fella niður kröfu en ekki reikning

Fella niður kröfu í netbanka án þess að fella niður sjálfan reikninginn. Þetta er handhægur möguleiki ef reikningur er t.d. greiddur með millifærslu.

GDPR

Við tökum persónuvernd og öryggi gagna okkar viðskiptavina mjög alvaralega og erum þess vegna að undirbúa okkur undir nýjum persónuverndarlögin (GDPR). Nú þegar hafa ýmis skref verið tekin hvað varðar öryggi gagna, öryggismál í kerfinu og við erum að vinna hörðum höndum að nýrri persónuverndarstefnu, gagnaverndarsamning og viðskiptaskilmálum. Það munu koma meiri upplýsingar frá okkur varðandi þetta á næstu vikum.

Framundan

  • Eigin innheimtuþjónustu á “Allur pakkinn” áskriftarleiðinni
  • GDPR
  • Tölfræði fyrir tilboðsgerð, opinber gjöld og óútgefna reikninga
  • Payday API. Tengdu þín kerfi beint við Payday og minnkaðu handavinnuna

Tímasparnaður, sjálfvirk skil og minni áhyggjur

Payday einfaldar reikningagerð, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar