Sumar uppfærsla í blíðunni

S

Við erum á fullu að vinna í “Payday Bókhald” viðbótinni og sú vinna gengur samvæmt áætlun og við gerum ráð fyrir að fara í loftið í lok september. Það stoppar okkur hinsvegar ekki í því að halda áfram að bæta Payday að öðru leyti með hliðsjón af ábendingum viðskiptavina okkar.

Útlit

Þegar þú skráir þig núna inn í Payday þá tekur þú líklega eftir því að útlitið hefur breyst aðeins. Það var kominn tími á að Payday fengi smá “makeover” og höfum við því verið í þeirri vinnu að uppfæra lita palletuna okkar og stafagerð. Sömuleiðis höfum við fengið nýtt logo sem við erum gríðarlega ánægð með.

dagsetning greiðslu reikninga

Þegar reikningur er merktur handvirkt sem greiddur getur þú núna skráð dagsetninguna þegar greiðslan kom inn.

Skráning útgjalda

Lendir þú stundum í því að skrá tvisvar sinnum sömu útgjöldin? Nú lætur Payday þig vita ef þú ert að skrá útgjöld fyrir sama söluaðila með sömu lýsingu, dagsetningu og upphæð.

Greining á kostnaði launa

Á yfirliti yfir launagreiðslur birtist nú greining á launakostnaði ásamt því að hægt er að sækja allar launagreiðslur í Excel.

Aðrar minniháttar breytingar  og lagfæringar

  • Auðkenni í rafrænum reikningum er núna valið úr fellivallista
  • Engin villuboð birtust þegar rangur veflykill fyrir VSK var skráður í uppsetningarferli
  • Nú er hægt að afrita texta inn í reikningslínur t.d. úr Excel
  • Skýrari skilaboð koma nú þegar útgjöld eru skráð eða uppfærð
  • Breytt orðalag varðandi útistandandi gjöld á mælaborði
  • Lagfæringar í uppsetningarferli þegar skrefi er sleppt

Framundan

  • Payday Bókhald – sjálfvirkni og einfalt
  • Nýr vefur – Payday.is

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar