Rafrænir reikningar í nýjustu uppfærslu Payday

R

Þrátt fyrir smávægilegt kuldakast er vor í lofti hjá Payday og mikil gleði í okkar herbúðum. Við erum spennt að segja ykkur frá nýrri uppfærslu sem fór í loftið fyrr í dag.

Við vonum að þessar nýjungar falli í kramið og minnum á að við tökum glöð við ábendingum frá ykkur um það sem betur má fara eða ef það er eitthvað sem þið teljið að hægt sé að bæta við þjónustuna því þannig gerum við Payday enn betra.

Rafrænir reikningar (XML)

Notendur Payday geta nú valið að senda rafrænan reikning (XML) þegar reikningar eru gerðir.  Þegar það er valið er athugað hvort viðskiptavinur tekur á móti rafrænum reikningum ásamt því að hægt er að velja ákveðið auðkenni innan stofnunar t.d. Reykjavíkurborgar. Reikningurinn er sendur rafrænt beint í bókhald viðskiptavina. Minni pappír og  sparar bæði þér og þínum viðskiptavinum tíma og peninga.

Athugasemd á reikning

Möguleiki að skrá athugasemdir við reikninga sem ekki eru sýnilegar viðskiptavininum. Þetta gætu t.d. verið upplýsingar um tölvupóstsamskipti eða símtal við viðskiptavininn. Þessar upplýsingar birtast svo í sögu reikninga í tímaröð.


Export fyrir reikninga (PDF)

Nú er boðið upp á með einföldum hætti að sækja PDF skjöl fyrir alla reikninga innan ákveðins tímabils sem ZIP skrá.  Notandinn getur síðan halað niður þessari ZIP skrá á sitt tæki til frekari vinnslu.

Aðrar minniháttar breytingar  og lagfæringar

 • Reikningar
  • Reikningsnúmer birtist sjálfgefið efst á öllum reikningum
  • Haldið er utan um sögu kreditreikninga eins og á venjulegum reikningum
  • Reikningur í vinnslu fær merkið “Drög” í staðinn fyrir “Nýr”
  • Hægt er að skrá kommutölur í afslátt sbr. 10,5%
  • Hægt er nú að velja eindaga í dag
  • Færsla kemur í sögu reiknings þegar krafa er felld niður
 • Laun
  • “Útborgun” er nú kallað “Laun”
  • Logo birtist nú á launaseðlum
  • Hægt er að skrá sjálfgefin hlunnindi fyrir starfsmann sem flýtir fyrir launakeyrslum
  • Sjálfvirk skil á launamiðum
 • Annað
  • “Kostnaðarliðir” eru nú kallaðir “Útgjöld”
  • Nú er hægt að eyða viðskiptavini sem er ekki með neina reikninga eða tilboð
  • Excel export breytt úr .csv yfir í .xlsx
  • Hægt að skoða gögn eftir árum sbr. rekstrarskýrsla, rekstraryfirlit
  • Kerfið man  fjölda færslna sem valinn er í listum
  • Ýmsar lagfæringar til að auka hraða í kerfinu

Framundan

 • Payday Bókhald – sjálfvirkni og einfaldleiki
 • Payday API og WebHooks sem gerir það kleyft að tengja Payday við önnur kerfi
 • Sjálfvirkar launakeyrslur, ennþá færri hlutir til að hafa áhyggjur af
 • Tilkynningakerfi fyrir ógreidda reikninga

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar