Payday verður ennþá öflugra

P

Við hjá Payday erum stöðugt að þróa okkur áfram því við viljum geta þjónustað sem flesta sjálfstætt starfandi einstaklinga og lítil fyrirtæki og komið til móts við þarfir viðskiptavina okkar. Nýjasta uppfærsla Payday tekur einmitt mið af þessu og erum við stolt að kynna ykkur þær  nýjungar sem nú líta dagsins ljós.

Eigin innheimtuþjónusta

Nú bjóðum við upp á eigin innheimtuþjónustu undir þjónustuleiðinni Allur pakkinn, eins og viðskiptavinum hefur staðið til boða í þjónustuleiðinni Nettur í nokkurn tíma.  Við hvetjum alla til að nýta sér þessa nýju þjónustu því með henni birtast kröfur í netbanka viðskiptavinar þíns í nafni þíns reksturs og þú færð möguleika á að nýta þér milliinnheimtuþjónustu þess  innheimtuaðila sem þú hefur valið þér, t.d. Motus, ef kröfur fást ekki greiddar.

Notendur geta valið um að greiðslubunkar (greiðslubeiðni) stofnist í netbanka þegar launagreiðslur eru gerðar og þannig minnkar handavinnan og komið er í veg fyrir mistök. Athugið að greiðslubunkann þarf að staðfesta handvirkt í netbankanum til að greiðsla sé framkvæmd.

Til að nýta eigin innheimtuþjónustu þarftu að byrja á því að sækja um innheimtuþjónustu í þínum viðskiptabanka ásamt því að biðja um að vefnotandi fyrir bókhaldskerfi sé stofnaður. Að því loknu setur þú inn nokkrar stillingar undir Stillingar > Fyrirtæki > Bankaupplýsingar og þá er ferlinu lokið.

Viðskiptavinir geta einnig valið að vera ekki með innheimtuþjónustu en samt nýtt sér alla kosti Payday. Við bendum á að þá stofnast engar kröfur í netbanka þannig að þú þarft að passa upp á að skrá greiðslufyrirmæli á reikninginn áður en þú sendir hann út.

Einstaklingar í rekstri

Ef þú ert einstaklingur í rekstri (rekstur á eigin kennitölu) hefur þú val um að greiða eingöngu 8% í mótframlag í lögbundinn lífeyrissjóð,  í stað hærra hlutfalls hjá almennum launagreiðanda. Nú er hægt að setja inn þessa stillingu undir Stillingar > Starfsmaður og þannig greiða eingöngu 8% í mótframlag.

Einnig á einstaklingur í rekstri ekki að greiða sér ökutækjastyrk eða dagpeninga og hefur það því verið fjarlægt af útborgunarsíðunni til að koma í veg fyrir að einhver nýti sér þá möguleika við útborgun fyrir mistök.

Nýjar flýtileiðir

Við erum stöðugt að reyna að finna leiðir til að gera Payday einfaldara og fljótlegra. Við höfum bætt við flýtileiðum til að skoða upprunalegan reikning, þegar verið er að skoða kreditreikning, og sömuleiðis flýtileið til að skoða kreditreikning þegar verið er að skoða upprunalegan reikning.

Ýmislegt

 • Nú er hægt að skrá símanúmer á viðskiptavin
 • Eindagi á áskriftarreikningum tekur nú mið af sjálfgefnum stillingum fyrir reikninga
 • Tímabil er nú birt í yfirliti yfir staðgreiðslu, lífeyrissjóð og stéttarfélag
 • Breytingar á efnislínu og texta í tölvupósti fyrir útsenda reikninga. Áður var skrifað “Reikningur frá xxx ehf.” en það kom ekki nægilega vel út í öllum tilfellum
 • Nafn sendanda tölvupósta frá kerfinu er nú nafn fyrirtækis í staðinn fyrir nafn notanda
 • Orðalag lagfært í tölvupósti sem sendur er á viðskiptavin þegar reikningur er fallinn á eindaga

Greiðsla fyrir þjónustu Payday

Sú breyting hefur verið gerð að í stað þess að notendur greiði þóknun til Payday í hvert skipti sem reikningur er greiddur í Nettur þjónustuleiðinni eða þegar  laun eru greidd út í Allur pakkinn þjónustuleiðinni þá sendir Payday nú einn reikning fyrir notkun hvers mánaðar.  Notandi greiðir ekki fyrir þjónustuna nema hann nýti sér hana með einhverjum hætti.

Það helsta framundan

 • Halda utan um launagreiðslur fyrir fleiri en einn starfsmann
 • Taka út gögn með einföldum hætti (e. export) sbr. reikningar og kostnaðarliði
 • Payday API. Tengdu þín kerfi beint við Payday og minnkaðu handavinnuna
 • Tölfræði fyrir tilboðsgerð, opinber gjöld og óútgefna reikninga
 • Rafrænir reikningar með skeytamiðlun (XML)

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar